Yfirbygging Yfirbygging á nýjum alrafmögnuðum G 580. Yfirbyggingin á G-Class EQ fellur hnökralaust að sígildri hönnun með nútímalegum einkennum. Sígildar útlínurnar, sem bera torfæruarfleifð bílsins vitni, renna nú saman við nútímalega þætti á borð við svart grill með lifandi LED ljósaborða. Byltingin felst síðan í vali um sérhannaðar hlífar að aftan, sérhannaðan kassa eða varadekk, ásamt Aero-felgum. Þetta er arfleifð G-Class, endurhugsuð fyrir rafmagnaða tíma.
Næsta
Fyrra
    Svart grill með lifandi LED ljósaborða Afgerandi svört hönnun sem undirstrikuð er með lágstemmdri LED lýsingu, sérstaklega sniðin að kraftmiklum glæsileika G-Class.
    Aero felgur Sérstaklega straumlínulagaðar felgurnar skila aukinni sparneytni og afköstum um leið og þær gefa hönnun bílsins rennilegt og nútímalegt yfirbragð.
    Sérhannaður kassi Ný og glæsileg hönnun sem gerir bílinn enn fallegri um leið og hún tryggir hámarksnotagildi.
    Hlífðarlistar G-Class hlífðarlistar eru hluti af sígildri hönnuninni.






    Innanrými Innanrými í nýjum alrafmögnuðum G 580.

    Ný hönnun á stýri

    Close

    Ný hönnun á stýri

    Nýtt íburðarmikið og haganlega hannað aðgerðastýri, klætt nappa-leðri, býður upp á viðbragðsgóða fjölnota hnappa, auk þess sem hiti í stýri er í boði sem aukabúnaður. Gírskiptirofar tryggja viðbragðsfljótan og gefandi akstur.

    TORFÆRUÖKUMANNSRÝMI

    Close

    TORFÆRUÖKUMANNSRÝMI

    G-Class skilar enn betri upplifun í torfærum með TORFÆRUÖKUMANNSRÝMI með einstökum skjá og stjórneiningu. Uppsetningin gerir ökumönnum kleift að fylgjast með og stjórna driflæsingum og stillingum LÁGA DRIFSINS til að tryggja hnökralausan og ævintýralegan akstur við krefjandi aðstæður.

    G-ROAR

    Close

    G-ROAR

    G-ROAR undirstrikar sérstöðu G-Class rafbílsins, bæði að innan sem utan. G-ROAR býður ekki eingöngu upp á gagnvirk aksturshljóð heldur tengist það einnig öðrum ferlum, s.s. hleðslu.

    Nýjasta kynslóð MBUX

    Close

    Nýjasta kynslóð MBUX

    Nýjasta kynslóð MBUX endurbætir enn frekar háþróað upplýsinga- og afþreyingarkerfi með öflugum örgjörva sem skilar hraðari afköstum, breiðum skjá með mikilli upplausn, einföldu notendaviðmóti, raddaðstoð í samtali og alhliða leiðsögn og þjónustu með tengimöguleikum.

    Gegnsæ vélarhlíf

    Close

    Gegnsæ vélarhlíf

    Sýndaryfirlitið sýnir svæðið beint fyrir framan eða undir bílnum við akstur í torfærum. Þetta gerir þér kleift að stýra af öryggi við erfiðar aðstæður og sneiða hjá hindrunum á öruggan hátt. Myndir úr myndavélum eru notaðar til að reikna út staðsetningu vélarhlífarinnar, sem er gegnsæ á margmiðlunarskjánum. Þannig auðveldar myndræn útfærsla á leiðinni fram undan þér að velja bestu leiðina.

    Aukabúnaður




    Utanvega Sönn afköst einstaks jeppa. G-Class er óviðjafnanlegur í torfærum og er búinn háþróuðum eiginleikum til að takast á við brattar brekkur, djúp vötn og krefjandi halla. Sterkbyggð smíði og fágað aldrifskerfi skila frábærum stöðugleika og stjórn við erfiðar aðstæður.
    Næsta
    Fyrra
      eDrive Togstýring stjórnar átaki á hverju hjóli fyrir sig. G-Class rafbíllinn er nánast óstöðvandi í torfærum: Hugvitssamlegt kerfið beinir afli til hjóla sem eru með grip til að halda bílnum á skriði. Með eDrive er rafmótor við hvert hjól til að tryggja nákvæma togstýringu. Í akstri upplifirðu einstaklega lipran en um leið stöðugan akstur.
      ELECTRIC DYNAMIC SELECT ELECTRIC DYNAMIC SELECT breytir aksturslaginu með einum hnappi. Akstursstillingarnar fimm bjóða upp á mismunandi drif, fjöðrun og stýringu, svo dæmi sé tekið. Á erfiðu undirlagi geturðu notað akstursstillingarnar „Trail“ (vegslóði) og „Rock“ (grjót). Þú getur einnig stillt endurheimt hemlaorku með gírskiptirofunum í stýrinu.
      Stífur afturöxull Nýstárleg hönnun G-Class felur í sér De Dion-fjöðrun á afturöxli. Hönnunin er með aðskildum driföxlum sem gerir að verkum að hægt er að festa rafmótorana að aftan beint við undirvagninn. Þetta tryggir stöðugan hjólhalla, óháð hreyfingum fjöðrunarinnar, sem skilar sér í enn betri stöðugleika og stjórnun.
      Koltrefjahlíf Undirvagnsvörn G-Class rafbílsins er gerð úr hugvitssamlegri blöndu mismunandi efna og koltrefja. Þetta skilar meiri stífni en aðrir valkostir úr stáli eða áli. Þetta skilar sér einnig í langvarandi tæringarvörn og er léttara. Undirplatan er 26 millimetra þykk, um 58 kg að þyngd og er fest við stigagrindina með meira en 50 stálskrúfum.
      Endurheimt Hámarkaðu aksturstímann með snjallri endurnýtingu orku. Stilltu hvernig bíllinn fangar og endurnýtir orku við akstur með gírskiptirofunum í stýrinu. Endurheimtin getur lagað sig að umferð, hraðatakmörkunum og fleiru til að tryggja snurðulausan og sparneytinn akstur.
      Stigagrind með innbyggðri rafhlöðu sem skilar lágri þyngdarmiðju Upplifðu háþróaða verkfræði í G-Class. Sígild stigagrindin hefur verið löguð að notkun rafmagns og geymir rafhlöðuna. Þessi hönnunarnýjung lækkar þyngdarmiðju bílsins verulega og býður upp á betra jafnvægi og mýkri akstur.
      Hafa samband Ertu með spurningu varðandi nýjan alrafmagnaðan G-Class? Sendu okkur fyrirspurn og við höfum samband eins fljótt og auðið er.

      Skráning á póstlista

      Skráðu þig á póstlistann okkar og fáðu meðal annars fréttir af nýjum vörum, tilboðum og öðrum upplýsingum. Ef þú kýst að fá þessar upplýsingar ekki sendar, vinsamlegast slepptu því að haka í þennan valmöguleika. Allar upplýsingar eru notaðar í samræmi við persónuverndarstefnu og vafrakökuyfirlýsingu Öskju og er ekki deilt með þriðja aðila.