Mercedes-AMG GLE SUV

Tog allt að

850 Nm

Hröðun frá

3,8 sek.

úr 0 í 100 km/klst.

Afl allt að

612 hestöfl

Hápunktar bílsins


Greið leið utan vega.

Mercedes-AMG GLE kemur þér alltaf á leiðarenda – við allar aðstæður. Kraftmiklar vélar, framsækin driftækni og sportleg hönnun gera hann að fullkomnum förunaut í hversdeginum. Eða til að fá tilbreytingu frá hversdeginum.

Hápunktar bílsins


Greið leið utan vega.

Mercedes-AMG GLE kemur þér alltaf á leiðarenda – við allar aðstæður. Kraftmiklar vélar, framsækin driftækni og sportleg hönnun gera hann að fullkomnum förunaut í hversdeginum. Eða til að fá tilbreytingu frá hversdeginum.

Myndin sýnir ytra byrði Mercedes-AMG GLE 63 4MATIC+.

Ytra byrði

Myndin sýnir innanrými Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+.

Innanrými

Myndin sýnir tæknimynd af Mercedes-AMG GLE 63 S 4MATIC+.

Afköst

Hönnun ytra byrðis


Sterk tjáning.

Hönnun ytra byrðis


Sterk tjáning.

 • Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+

  Meira en bara sportleg yfirlýsing: Fjölmargir hönnunarþættir gefa Mercedes-AMG GLE kraftmikinn og voldugan heildarsvip.

  Myndin sýnir Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+ að framan.

  AMG-framsvunta

  Myndin sýnir AMG-framsvuntu á Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+.

  Þegar litið er á framhliðina sést strax að Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+ er tilbúinn að láta til skarar skríða. Bitarnir á grillinu liggja lóðrétt og þannig þekkist GLE-bíllinn strax sem AMG-útfærsla. Ný hönnun AMG-framsvuntunnar gefur bílnum kraftmeiri, framsæknari og stæltari svip en áður. Það eru hugrif sem fást staðfest í síðasta lagi þegar stigið er á eldsneytisgjöfina.

  AMG-útblásturskerfi

  Myndin sýnir AMG-útblásturskerfi Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+.

  Svipsterkur afturhlutinn geislar einnig af krafti. Ekki furða, enda er hann oft það eina sem maður sér af Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+. Tvö háglansandi og krómuð tvöföld púströr leggja frekari áherslur.

  53,3 cm (21") AMG-álfelgur með fimm tvöföldum örmum

  Myndin sýnir AMG-álfelgur með fimm tvöföldum örmum fyrir Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+.

  Glæsilegar 53,3 cm (21") AMG-álfelgur með fimm tvöföldum örmum, lakkaðar í mattsvörtu og gljáfægðar, eru fáanlegar sem aukabúnaður. Þær gera Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+ enn glæsilegri að sjá og fullkomna sportlegan heildarsvipinn.

 • Mercedes-AMG GLE 63 S 4MATIC+

  Meira en bara sportleg yfirlýsing: Fjölmargir hönnunarþættir gefa Mercedes-AMG GLE kraftmikinn og voldugan heildarsvip.

  Myndin sýnir ytra byrði Mercedes-AMG GLE 63 / 63 S 4MATIC+.

  AMG-framsvunta

  Myndin sýnir AMG-framsvuntu Mercedes-AMG GLE 63 / 63 S 4MATIC+.

  Krafturinn stendur eins og skrifaður í ásjónu hans – þeim mun meira með nýju AMG-framsvuntunni. Hún gefur GLE 63 S 4MATIC+ enn stæltara og voldugra yfirbragð.

  AMG-sportútblásturskerfi

  Myndin sýnir AMG-sportútblásturskerfi Mercedes-AMG GLE 63 / 63 S 4MATIC+.

  Aflmikill að sjá og heyra: AMG-sportútblásturskerfið endar í tveimur háglanskrómuðum, ferköntuðum og tvöföldum púströrum sem fullkomna kraftmikinn svip afturhlutans. Loftdreifir undirstrikar sportlegt eðlið.

  Öflugur AMG-hemlabúnaður

  Myndin sýnir öflugan AMG-hemlabúnað Mercedes-AMG GLE 63 / 63 S 4MATIC+.

  Úr hundraðinu niður í kyrrstöðu á ofurhraða: Mercedes-AMG GLE 63 S 4MATIC+ brunar líka fram úr öðrum þegar hann bremsar. Öflugur AMG-hemlabúnaðurinn einkennist af stuttri hemlunarvegalengd, mikilli nákvæmni, mikilli endingu og rauðlökkuðum hemlaklöfum sem eru staðalbúnaður í S-útfærslunni. Skapaður fyrir drifkraftinn í lífinu.

Hönnun innanrýmis


Bestu innri gildin skipta máli.

Hönnun innanrýmis


Bestu innri gildin skipta máli.

 • Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+

  Í stjórnrýminu hnyklar Mercedes-AMG GLE vöðvana. Í staðalútgáfu er hann þegar búinn fyrsta flokks efni, sportlegum hönnunarþáttum og fjölda framsækinna eiginleika. Að stíga út úr bílnum: valfrjálst.

  Myndin sýnir innanrými Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+.

  AMG-sæti

  Myndin sýnir AMG-sæti í Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+.

  AMG-sportsætin bjóða upp á sportleg þægindi með hágæðaáklæði úr ARTICO-leðurlíki/DINAMICA-örtrefjaefni. Rauðir skrautsaumar leggja kraftmiklar áherslur og merki með AMG-áletrun gera strax ljóst að akstursánægjan er hér með frátekið sæti.

  Widescreen-stjórnrými

  Myndin sýnir Widescreen-stjórnrými Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+.

  GLE skarar fram úr – og er á undan sinni samtíð. Ein af nýjungunum í bílnum er AMG TRACK PACE. Það er eiginleiki sem hjálpar þér að slá tímamet á kappakstursbrautinni. Fremst í flokki er einnig mælaborðið með einkennandi AMG-hönnun. Búnaðurinn hefur ekki aðeins kraftmikið yfirbragð, heldur setja margmiðlunarskjáir í háskerpu og þægilegir stjórnfletir einnig ný viðmið.

  AMG-stýri

  Myndin sýnir AMG-stýri í Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+.

  Með AMG Performance-stýrinu finnur þú fyrir aflinu: Vandað Nappa-leður gefur einstakt grip og gírskiptiflipar úr áli bjóða upp á sannkallaða kappaksturstilfinningu. Með aðgerðahnöppunum er hægt að stjórna öllum helstu valmyndaratriðum bílsins.

 • Mercedes-AMG GLE 63 4MATIC+ og Mercedes-AMG GLE 63 S 4MATIC+

  Í stjórnrýminu hnyklar Mercedes-AMG GLE vöðvana. Í staðalútgáfu er hann þegar búinn fyrsta flokks efni, sportlegum hönnunarþáttum og fjölda framsækinna eiginleika. Að stíga út úr bílnum: valfrjálst.

  Myndin sýnir innanrými Mercedes-AMG GLE 63 / 63 S 4MATIC+.

  AMG Driver's Package

  Myndin sýnir margmiðlunarskjá Mercedes-AMG GLE 63 / 63 S 4MATIC+.

  Enn hærri hámarkshraði: Með AMG Driver's Package nær Mercedes-AMG GLE hámarkshraða upp á 280 km/klst. Að fljúga um loftin er ekki einu sinni fegurra en það.

  AMG-sæti

  Myndin sýnir AMG-sæti í Mercedes-AMG GLE 63 / 63 S 4MATIC+.

  Það getur líka verið sport að sitja. AMG-sætin úr vönduðu Nappa-leðri bjóða upp á frábæran hliðarstuðning og einstök þægindi. Valfrjálsa litasamsetningin macchiato-drapplitað/svart gefur einstaklega fágað yfirbragð. Glæsileg viðbót: Sérstök AMG-sætisgrafík með „AMG“-merki á fremri sætisbökum.

  AMG-miðstokkur

  Myndin sýnir AMG-miðstokk í Mercedes-AMG GLE 63 / 63 S 4MATIC+.

  Í vönduðu stjórnrými Mercedes-AMG GLE var hugað að öllu. Í miðstokkinum er jafnvel hægt að koma fyrir stórum drykkjarílátum. Frekar hrist en ekki hrært? Aukahandfang farþegamegin er sérlega hentugt þegar gefið er í á torfærum slóðum.

AMG-útbúnaður


Gæsahúð er staðalbúnaður.

AMG-útbúnaður


Gæsahúð er staðalbúnaður.

  AMG-næturpakki

  Myndin sýnir AMG-næturpakkann fyrir Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+.

  Með AMG-næturpakkanum eru valin atriði á ytra byrði bílsins svört og háglansandi. Allt eftir því hvaða litur á lakki er valinn skapar þetta annaðhvort skarpar andstæður eða órofið flæði. Hvort sem um er að ræða spennandi áherslur eða látlausan glæsileika: Í báðum tilvikum fær bílinn persónulegt og kraftmikið yfirbragð.

  AMG Driver's Package

  Myndin sýnir margmiðlunarskjá Mercedes-AMG GLE 63 / 63 S 4MATIC+.

  Einn meira sport og snerpa fyrir Mercedes-AMG-bílinn þinn: Með AMG Driver’s Package er takmörkun hámarkshraða hækkuð upp í 280 km/klst.

  Öflugur AMG-hemlabúnaður

  Myndin sýnir öflugan AMG-hemlabúnað Mercedes-AMG GLE 63 / 63 S 4MATIC+.

  Framúrskarandi hemlunargeta við allar aðstæður: Öflugi AMG-hemlabúnaðurinn er áreiðanlegt hjálpartæki þegar kemur að því að stjórna og draga úr hraða af nákvæmni. Stórir hemladiskarnir eru loftkældir innan frá.

  AMG-skraut með „carbon“-áferð

  Myndin sýnir AMG-skraut með „carbon“-áferð fyrir Mercedes-AMG GLE 63 / 63 S 4MATIC+.

  Þetta hátækniefni úr kappakstursheiminum leggur skýrar áherslur í innanrými bílsins. Einkennandi áferð yfirborðsins undirstrikar afköstin og tæknilega getu. Með glæsilegu útliti og vönduðum frágangi gefur skrautið innanrýminu sportlegt og fágað yfirbragð.

  55,9 cm (22") AMG-álfelgur með krossörmum

  Myndin sýnir AMG-álfelgur með krossörmum fyrir Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+.

  55,9 cm (22") AMG-álfelgur með krossörmum, lakkaðar í „Himalaya grey“ og gljáfægðar með 285/40 R22 á 10 J 22 ET55 að framan og 325/35 R22 á 11,5 J 22 ET53 að aftan.

  Myndin sýnir framhlið Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+ með staðalbúnaði.
  Myndin sýnir afturhluta Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+ með staðalbúnaði.
  Myndin sýnir framhlið Mercedes-AMG GLE 63 S 4MATIC+ með staðalbúnaði.
  Myndin sýnir afturhluta Mercedes-AMG GLE 63 S 4MATIC+ með staðalbúnaði.
  Myndin sýnir Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+ að framan með AMG-næturpakka.
  Myndin sýnir Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+ að aftan með AMG-næturpakka.
  Myndin sýnir Mercedes-AMG GLE 63 4MATIC+ að framan með AMG-næturpakka.
  Myndin sýnir Mercedes-AMG GLE 63 4MATIC+ að aftan með AMG-næturpakka.
  Myndin sýnir framhlið Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+ með staðalbúnaði.
  Myndin sýnir afturhluta Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+ með staðalbúnaði.
  Myndin sýnir framhlið Mercedes-AMG GLE 63 S 4MATIC+ með staðalbúnaði.
  Myndin sýnir afturhluta Mercedes-AMG GLE 63 S 4MATIC+ með staðalbúnaði.
  Myndin sýnir Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+ að framan með AMG-næturpakka.
  Myndin sýnir Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+ að aftan með AMG-næturpakka.
  Myndin sýnir Mercedes-AMG GLE 63 4MATIC+ að framan með AMG-næturpakka.
  Myndin sýnir Mercedes-AMG GLE 63 4MATIC+ að aftan með AMG-næturpakka.
  • Framhlið
  • Afturhluti

  Þetta val er ekki í boði.

  Valin útbúnaðarlína inniheldur eingöngu útbúnað fyrir ytra byrði eða innanrými Mercedes-AMG GLE SUV-bílsins.

  • Staðalbúnaður GLE 53 4MATIC+
  • Staðalbúnaður GLE 63 S 4MATIC+
  • AMG-næturpakki fyrir GLE 53 4MATIC+
  • AMG-næturpakki fyrir GLE 63 4MATIC+

  Þetta val er ekki í boði.

  Valin útbúnaðarlína inniheldur eingöngu útbúnað fyrir ytra byrði eða innanrými Mercedes-AMG GLE SUV-bílsins.

  • Staðalbúnaður GLE 53 4MATIC+
  • Staðalbúnaður GLE 63 S 4MATIC+
  • AMG-næturpakki fyrir GLE 53 4MATIC+
  • AMG-næturpakki fyrir GLE 63 4MATIC+

  Smelltu á og dragðu

  Veldu tvær útbúnaðarútfærslur og færðu svo sleðann til að bera þær saman.

  Breyta útbúnaðarútfærslu
  Velja útbúnaðarútfærslu

  Veldu tvær útbúnaðarútfærslur til að bera þær saman.

  • Staðalbúnaður GLE 53 4MATIC+
  • Staðalbúnaður GLE 63 S 4MATIC+
  • AMG-næturpakki fyrir GLE 53 4MATIC+
  • AMG-næturpakki fyrir GLE 63 4MATIC+
  • Staðalbúnaður GLE 53 4MATIC+
  • Staðalbúnaður GLE 63 S 4MATIC+
  • AMG-næturpakki fyrir GLE 53 4MATIC+
  • AMG-næturpakki fyrir GLE 63 4MATIC+

  Afköst


  Hestar úti í náttúrunni.

  Afköst


  Hestar úti í náttúrunni.

  • Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+

   Mercedes-AMG GLE flytur kraft sinn áreynslulaust yfir á götuna. En ekki bara þangað. Sem sportjeppi státar hann af dæmigerðum AMG-dyggðum við allar aðstæður: snerpu, krafti og sportlegum eiginleikum.

   Myndin sýnir Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+ að aftan.

   3,0 lítra sex strokka línuvél með forþjöppu

   Myndin sýnir 3,0 lítra sex strokka línuvél með forþjöppu fyrir Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+.

   Hjartað í sérhverjum AMG-bíl: vélin. Í Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+ starfar aflmikil sex strokka línuvél með tvöfaldri þjöppun með afgasþjöppu og rafknúinni aukaþjöppu sem og innbyggðum startararafal með 320 kW (435 hö.) og 520 Nm, sem lætur adrenalínið flæða.

   AMG-hemlabúnaður

   Myndin sýnir AMG-hemlabúnað Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+.

   Smíðaður úr hágæðaefni og gerður fyrir framúrskarandi afköst: AMG-hemlabúnaðurinn með silfurlökkuðum hemlaklöfum og „AMG”-áletrun.

   AMG DYNAMIC SELECT

   Myndin sýnir AMG DYNAMIC SELECT í Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+.

   Afköst eru stillingaratriði – með AMG DYNAMIC SELECT. Aðeins þarf að ýta á hnapp og fjöðrunin lagar sig þá að akstursskilyrðum eða því sem ökumanni líkar best. Meðal annars er hægt að velja á milli „Comfort”, „Sport” eða „Sport+”. Og með fjöðrunarstillingunum „Trail“ eða „Sand“ kemst maður einnig áreynslulaust yfir torfærar leiðir.

   AMG-útblásturskerfi

   Myndin sýnir AMG-útblásturskerfi Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+.

   Magnað hljóð: Með AMG-útblásturskerfinu, sem er staðalbúnaður, gerir Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+ boð á undan sér. Auk þess gefur bíllinn frá sér öðruvísi hljóð í DYNAMIC SELECT-aksturskerfunum „Sport” og „Sport+”.

  • Mercedes-AMG GLE 63 4MATIC+ og Mercedes-AMG GLE 63 S 4MATIC+

   Mercedes-AMG GLE flytur kraft sinn áreynslulaust yfir á götuna. En ekki bara þangað. Sem sportjeppi státar hann af dæmigerðum AMG-dyggðum við allar aðstæður: snerpu, krafti og sportlegum eiginleikum.

   Myndin sýnir Mercedes-AMG GLE 63 / 63 S 4MATIC+.

   4,0 lítra V8-vél með tvöfaldri forþjöppu

   Myndin sýnir 4,0 lítra V8-vél með tvöfaldri forþjöppu fyrir Mercedes-AMG GLE 63 / 63 S 4MATIC+.

   Hún togar og togar og togar og togar: V8-vélin með tvöfalda forþjöppu og innbyggðan startararafal fyrir Mercedes-AMG GLE 63 4MATIC+ og 63 S 4MATIC+. Með allt að 450 kW (612 hö.) og 850 Nm nær hann hundraðinu á aðeins 3,9 sekúndum. Sportjeppi? Sportbíll? Bæði.

   Öflugur AMG-hemlabúnaður

   Myndin sýnir öflugan AMG-hemlabúnað Mercedes-AMG GLE 63 / 63 S 4MATIC+.

   Nú verða allar vegalengdir magnaðar – líka hemlunarvegalengdin: Með öfluga AMG-keramikbremsubúnaðinum, sem er aukabúnaður, er hægt að skammta kraftinn í Mercedes-AMG GLE af mikilli nákvæmni. Jafn áhrifamikið og hemlunaraflið er ending búnaðarins.

   AMG Performance 4MATIC+

   Myndin sýnir AMG Performance 4MATIC+ fyrir Mercedes-AMG GLE 63 / 63 S 4MATIC+.

   Hvort sem er í bleytu, snjó eða á þurrum vegi: Skynvædda AMG Performance 4MATIC+ fjórhjóladrifið dreifir aflinu þangað sem þess er mest þörf. Þetta gerir að verkum að bíllinn missir ekki grip þegar ekið er á miklum hraða.

   AMG Performance-útblásturskerfi

   Myndin sýnir AMG Performance-útblásturskerfi fyrir Mercedes-AMG GLE 63 / 63 S 4MATIC+.

   Hljóð með einum hnappi: Valfrjálsa AMG Performance-útblásturskerfið gefur Mercedes-AMG GLE ekki aðeins sportlegt vélarhljóð. Með því að ýta á hnapp er hægt að breyta eiginleikum hljóðsins til samræmis við valið AMG DYNAMIC SELECT-aksturskerfi. Stýrðar miskveikingar og sjálfvirk eldsneytisgjöf þegar skipt er niður í „Sport” og „Sport+” skapa hljóðupplifun sem kallar fram gæsahúð.