Hönnunarferlið fer fram í nánu samstarfi við rannsóknar-, þróunar- og framleiðsludeildir.

Allt hefst með hugmynd og teikningu.

Allt hefst með hugmynd og teikningu.

Hönnunarferlið hefst ávallt með hugmynd og í kjölfarið fylgir teikning. Hvort sem það er á teikniblokkinni eða á tölvuskjánum – hugmyndirnar sem áður voru eingöngu til í huga hönnuðarins verða sýnilegar.

Úr hinum fjölmörgu skissum sem til verða eru þær bestu og vænlegustu valdar og þeim síðan hrint í framkvæmd þannig að hlutföll, stærðir og grafík skapi heildstæða mynd.

Leiðin til fyrstu frumgerðarinnar.

Nákvæmt leirmódel gefur þrívíddarmynd af hönnunarhugmyndinni.

Leiðin til fyrstu frumgerðarinnar.

Til þess að geta lagt mat á raunverulega stærð og lögun hönnunarinnar eru bæði gerð leirmódel á skalanum 1:4 og sýndarlíkön út frá gögnum sem er varpað á stóran vegg (e. Powerwall) sem gera hönnuðum kleift að skoða og greina hönnunina frá mismunandi sjónarhornum.

Maður getur ímyndað sér bílinn í réttum hlutföllum og meðal annars breytt lögun, lit og áferð með einum smelli. Báðar aðferðir hafa sína kosti, en enn þann dag í dag getur sýndarveruleikinn ekki komið í staðinn fyrir módel í raunstærð.

Þegar teymið hefur tekið endanlega ákvörðun um útfærslu er fyrsta frumgerðin í raunstærð búin til með hjálp skönnunar- og fræsivéla. Öll smáatriði eru handgerð. Útkoman er raunveruleg frumgerð sem gerir alla eiginleika nýja bílsins sýnilega.

Innanrýmið verður til.

Innanrýmið er einnig yfirfært úr skissu í hlutföllunum 1: 1 og þróað innan frá.
Öll smáatriði leirmódelsins eru handgerð.
„Color & Trim“-hönnuðirnir velja efni og liti af sérstakri kostgæfni.

Innanrýmið verður til.

Innanrýmið er einnig upphaflega dregið upp sem skissa eða mynd. Leirmódel í hlutföllunum 1:1 gerir hönnuðunum kleift að upplifa formþróunina í þrívídd og þróa rýmið að vissu leyti innan frá, þar til fagurfræðilega úthugsuð rýmistilfinning hefur verið sköpuð. Allmörg innanrými eru smíðuð til að taka ákvörðun um hvaða útfærslu verður fylgt eftir.

Fyrir yfirborðsfleti velja „Color & Trim“-hönnuðirnir efni og liti úr hundruðum tau-, leður-, viðar- og málmtegunda. Áhrifum áferðar og lita er safnað saman og þau skilgreind í innrarýmislíkönum á skalanum 1:1 undir raunverulegum kringumstæðum.

Allur stjórn- og skjábúnaður er yfirleitt hannaður og fullkomnaður sérstaklega fyrir bílinn sem um ræðir.

Lokaþátturinn.

Frumgerðin er útkoma hönnunarferlisins sem hófst með hugmynd og skissu.

Lokaþátturinn.

Ytra byrði og innanrými eru sameinuð í eitt líkan. Sérfræðingateymi setur alla sjálfstætt framleidda hluti saman í höndunum eins og púsluspil sem myndar síðan fullkominn bíl, sem hefur að geyma alla eiginleika og er ótrúlega líkur bílunum sem verða framleiddir síðar. Ný stjarna kemur fram á sjónarsviðið.