YfirbyggingYfirbygging nýs alrafmagnaðs GLC.Hönnunarstefnan „Sensual Purity" er tekin á næsta stig með nýju hönnunarmáli og coupé-lagaða þaklínu sem gefur til kynna yfirvegaðan og fágaðan stíl.
Hliðarhönnun.Yfirbyggingin einkennist af náttúrulegri, kraftmikilli axlarlínu sem er fullkomnuð með hágæða krómlista og valkvæðum stigbrettum[1].
Dráttargeta.Rafdrifið innfellanlegt dráttarbeisli með ESP® stöðugleikakerfi[1] eykur flutningsgetu og dráttargetu allt að 2,4 tonnum með 4MATIC fjórhjóladrifi.
Afturljós með klassískri stjörnuhönnun.Afturljósin eru með einkennandi stjörnulögun sem sést jafnt að degi sem nóttu. Dýnamísk hönnun þeirra gera GLC kleift að kveðja og heilsa af fágun.
Innfelldar 21" felgur og breiðari brettakantar.Í fyrsta sinn í boði fyrir GLC: Innfelldar 53.3 (21") AMG álfelgur og breiðari brettakantar[1], með áberandi Y-arma hönnun í silfraði og svartri háglans áferð.
Frunk: Hentugt geymslupláss að framan.Hagnýtt farangurspláss að framan býður upp á 128 lítra af auka geymsluplássi - fullkomið fyrir ræktartösku, kassa af 330 ml flöskum eða hleðslukapal.
Einn samfelldur panorama skjár: Nýjasti MBUX samfelldi ofurskjárinn (Seamless Hyperscreen)[1] nær yfir allt mælaborðið með einum samfelldum 99.3 cm (39.1") skjá sem býður upp á notendavæna hátækniupplifun þar sem allar mikilvægar upplýsingar eru ávallt til sýnis.
Bjart og hlýlegt andrúmsloft að innan: SKY CONTROL[1] býður upp á níu rafstýrð svæði fyrir sérsniðin þægindi og vernd gegn sólinni - sem skapar einstaka stemningu.
Þessi aukabúnaður[1] inniheldur sportsæti, nudd, mjóbaksstuðning, kælingu, minniseiginlega og hágæða hljóðkerfi, ásamt fjölda annara sértækra eiginleika til að auka þægindi í framsætum.
Vegan innréttingaráklæði og sjálfbærir skrautlistar[1] eru skýr og áþreifanleg dæmi um næsta skref í átt að sjálfbærni og endurspegla vaxandi notkun endurunninna efna.
Heildar farangursými upp á 570-1740 lítra ásamt 128 lítrum að framan býður upp á fjölhæft pláss fyrir allt sem fylgir þér á ferðinni.
[1]Aukabúnaður sem fer eftir útfærslu.Óaðfinnanleg blanda nýsköpunar og fágunarGLC setur ný viðmið í upplifun. Snjallar tæknilausnir, hnökralaus virkni og samþætt notendaviðmót tryggja auðveldan og öflugan akstur. Hjarta upplifunarinnar er hið nýþróaða Mercedes Benz Operating System (MB.OS) sem markar mkilvægt skref fram á við í stafrænni þróun. Nýr kafli í snjallakstri hefst með MBUX og MB.DRIVE
Næsta
Fyrra
Mercedes-Benz Operating System (MB.OS)MB.OS er með „chip-to-cloud" arkitektúr sem tengir saman afþreyingarkerfi, sjálfvirkan akstur, þægindi, aksturs- og hleðslukerfi - og samþættir þessa virkni í notendaviðmótið. Jafnfram býður það upp á þráðlausar hugbúnaðaruppfærslur og virkjun aksturseiginleika.
MB.DRIVEMB.DRIVE með úrvali háþróaðra akstursstoðkerfa fyrir akstur og að leggja í stæði. [1] GLC er með fjölda akstursstoðkerfa sem staðalbúnað, þar á meðal DISTRONIC hraðastilli. Meðal tænilegra hápunkta eru átta myndvélar, fimm radarnemar, tólf fjarlægðarskynjarar og vatnskæld tölva með nægileg afköst fyrir aukna eiginleika og þráðlausar hugbúnaðaruppfærslur.
MB.DRIVE kerfiMB.DRIVE ASSIST: Býður upp á verulega aukin þægindi með því að tvinna saman Distance Assist DISTRONIC með Active Lane Steering Assist sem skilar SAE Level 2 akstursaðstoðkerfagetu.[1]
MB.PARKING ASSIST: Finnur stæði hraðar á báðum hliðum.
MB.PARKING ASSIST 360: Bætir við nýrri og endurbættri 360° sýn í PARKING ASSIST pakkann. [1]
Tækni og þægindapakkiHagnýtur aukabúnaður í einum pakka sem eykur akstursþægindi og minnkar beygjuradíus verulega: AIRMATIC loftpúðafjöðrun með snjallri stýringu - sú sama og í S-Class - allt að 4,5° fjórhjólastýring sem tryggir stöðugan og öruggan akstur.[1]
AIRMATIC loftpúðafjöðrun með alhliða hæðarstýringu býður upp á sportleg afköst og einstök þægindi.
Fjórhjólastýringin eykur stöðugleika við mikinn hraða og minnkar beygjuradíusinn við minni hraða sem er tilvalið fyrir þröng bílastæði og þéttbýlisakstur.
Leiðsögukerfi með Google MapsLeiðsögukerfi með Google Maps[1] reiknar út hröðustu og þægilegustu leiðina með því að taka tillit til þátta eins og veðurs, umferðar, orkunotkunar og aðgengis að hleðslustöðvum á leiðinni. Þetta tryggir að þú komist á áfangastað eins fljótt og auðið er - án þess að hafa áhyggjur af drægni.
Fyrsta skrefið í átt að nýjum alrafmögnuðum GLC með EQ tækniSkráðu þig á áhugalistaViltu vita meira um nýja GLC með EQ tækni eða fá fréttir um væntanlega komu hans? Skráðu þig á áhugalista og fylgstu með.