Hleðsla og drægi.

Hentar vel til daglegra nota þar sem hægt er að hlaða hann á margvíslegan og hraðvirkan hátt.  

Allt að

495

Kílómetra drægi (WLTP)

Allt að

100

kW hámarks hleðslugeta (DC)

Allt að

32 mín.

Hleðslutími í mínútum á hraðhleðslustöðvum (10%-80% SOC)

SPURNINGAR OG SVÖR


Mikilvægastu atriðin um rafknúinn samgöngumáta

SPURNINGAR OG SVÖR


Mikilvægastu atriðin um rafknúinn samgöngumáta
    • Raunverulegt rafakstursdrægi

      Hvers vegna er drægið minna en gefið er upp?

      Rafakstursdrægi ræðast af akstursmáta hvers og eins, leiðarvali og umhverfisaðstæðum. Þú kemst lengra á rafmagninu einu notir þú forspárgildi ECO Assist í akstri og nýtir þér orkuendurheimt við hemlun eða rennsli. Notkun á loftfrískunarkerfi og upphitun á sætum getur einnig haft áhrif á akstursdrægið. 

    • AC og DC hleðslutækni

      Hvað skilur að þessar tvær hleðsluaðferðir?

      Rafgeyma í rafbílum er í raun einungis hægt að hlaða með jafnstraum (DC). Rafúttök á heimilum, Mercedes-Benz Wallbox hleðslutækið og flestar almenningshleðslustöðvar skila á hinn bóginn frá sér riðstraum (AC) og það gera „háspennu úttök“ einnig.  Í rafbílum er innbyggt hleðslutæki, svokallaður AC/DC straumbreytir, sem gerir kleift að hlaða rafgeyminn. Það breytir riðstraum í jafnstraum. Hleðsluorkan er á bilinu 2,3 kW til 11 kW en það ræðst af gerð AC-gjafa.

    • Umhverfisvænleiki

      Hve umhverfisvænir eru rafbílar?

      Umhverfisvænleiki bílsins ræðst að miklu leyti af akstursvenjum og hvernig bíllinn er hlaðinn, til dæmis hvernig raforka er notuð við hleðsluna. Er það raunverulega „græn“ raforka sem notuð er til að hlaða bílinn eða er uppruni hennar frá mismunandi orkugjöfum? Þegar bíllinn er hlaðinn í Evrópu með Mercedes me Charge ábyrgist Mercedes-Benz í gegnum upprunaábyrgðir að samsvarandi magn endurnýjanlegrar orku og notað er til hleðslunnar fari inn á raforkunetið. Með þessum hætti er þér gert kleift að lækka strax þitt eigið kolefnisfótspor og leggja þitt af mörkum til orkuskipta. 
      Oft er græn orka jafnvel fyrir heimili í Evrópu einungis í seilingarfjarlægð.