Reiknivél fyrir hleðslutíma
Hér færðu áreiðanlegan útreikning á hleðslutíma.
Reiknivél fyrir hleðslutíma
Hér færðu áreiðanlegan útreikning á hleðslutíma.
Hleðsla og drægi.
Fáðu frekari upplýsingar um snjallar hleðslulausnir heima við, í bænum eða á ferðalögum.
Hér færðu áreiðanlegan útreikning á hleðslutíma.
Hér færðu áreiðanlegan útreikning á hleðslutíma.
Heimahleðsla með Mercedes-Benz-vegghleðslustöð.
Heimahleðsla með Mercedes-Benz-vegghleðslustöð.
Þú getur haft það notalegt í sófanum á meðan EQC hleður sig að fullu – með Mercedes-Benz-vegghleðslustöð fyrir heimilið. Með 7,4 kW hleðslugetu er þannig hægt að hlaða EQC allt að þrisvar sinnum hraðar en í venjulegri innstungu.
Hleðsla á ferðinni á sífellt fleiri hleðslustöðvum.
Hleðsla á ferðinni á sífellt fleiri hleðslustöðvum.
Hvar sem þú ert á ferðinni: Hægt er að hlaða EQC á fjölda almennra AC- eða DC-hleðslustöðva. Á meðan þú ert að versla, í vinnunni eða á veitingastað getur þú til dæmis notað stöðluðu hleðslusnúruna til að hlaða bílinn með 7,4 kW hleðsluafli á almennum AC-hleðslustöðvum.
Þægilegir hleðslumöguleikar á langferðum. Aðgangur að hraðhleðsluneti ON.
Þægilegir hleðslumöguleikar á langferðum. Aðgangur að hraðhleðsluneti ON.
Sístækkandi net almennra hleðslustöðva gerir að verkum að þú getur hlaðið á einfaldan og sveigjanlegan hátt þegar þú ert á ferðinni – hvort sem er í borg, hjá stórverslunum eða úti á þjóðvegum.
Akstursstillingar
Inngjöf með snertisvörun
ECO-aðstoð
Virk vöktun á drægi
Endurnýting orku
Akstursleiðsögn með Electric Intelligence
Mikilvægustu spurningarnar um rafakstur.
Mikilvægustu spurningarnar um rafakstur.
Drægið fer eftir aksturslagi hvers og eins, akstursleiðinni og umhverfisskilyrðum. Þú nærð lengra á hverri hleðslu ef þú sýnir fyrirhyggju í akstri með hjálp ECO-aðstoðarinnar og endurnýtir orku eða lætur bílinn renna. Orkunotandi búnaður á borð við sætishitun og loftkælingu hefur einnig áhrif á drægið.
Almennt er eingöngu hægt að hlaða rafhlöður rafknúinna bíla með jafnstraumi (DC). Hins vegar er straumurinn frá heimilisinnstungum, Mercedes-Benz-vegghleðslustöðinni, innogy eBox professional og flestum almennum hleðslustöðvum riðstraumur (AC), einnig í tenglum með meiri straumstyrk. Til þess að hægt sé að hlaða rafhlöðuna er innbyggt hleðslutæki í bílnum – svokallaður AC/DC-breytir. Hann breytir riðstraumnum í jafnstraum. Hleðslugetan getur þá verið frá 2,3 kW upp í 7,4 kW – allt eftir því hvaðan riðstraumurinn kemur.
Það hversu umhverfisvæn notkun bílsins er fer að miklu leyti eftir því hvernig honum er ekið og hvernig hann er hlaðinn. Meðal annars skiptir máli með hvers konar rafmagni bíllinn er hlaðinn, þ.e.a.s. hvort það er „grænt“ rafmagn eða rafmagn af mismunandi uppruna. Margar almennar hleðslustöðvar fá rafmagn úr grænum orkugjöfum og heimili geta oft gengið frá samningi um kaup á grænni raforku með einföldum hætti á netinu.