Þægindi.

Að hlaða batteríin er hið einfaldasta mál í EQC.

Þægindi í innanrými


Þögnin í EQC. Fullkomin til að njóta þægindanna.

Í nýja EQC er allt hrífandi nýtt og spennandi öðruvísi. Meira að segja þægindin. Þögnin ein og sér er ótrúlega endurnærandi. Upplifðu auk þess snjöll kerfi sem geta hjálpað þér að slaka á, framúrskarandi Surround-hljómburð og MBUX-viðbótarveruleika fyrir leiðsögukerfi.

Þægindi í innanrými


Þögnin í EQC. Fullkomin til að njóta þægindanna.

Í nýja EQC er allt hrífandi nýtt og spennandi öðruvísi. Meira að segja þægindin. Þögnin ein og sér er ótrúlega endurnærandi. Upplifðu auk þess snjöll kerfi sem geta hjálpað þér að slaka á, framúrskarandi Surround-hljómburð og MBUX-viðbótarveruleika fyrir leiðsögukerfi.

Myndin sýnir innanrými Mercedes-Benz EQC.

MBUX-margmiðlunarkerfið


Framtíðin tilheyrir rafdrifinu og mannlegu hugviti.

Upplifðu viðmót MBUX-margmiðlunarkerfisins sem lærir að þekkja þínar þarfir og óskir.

MBUX-margmiðlunarkerfið


Framtíðin tilheyrir rafdrifinu og mannlegu hugviti.

Upplifðu viðmót MBUX-margmiðlunarkerfisins sem lærir að þekkja þínar þarfir og óskir.

Myndin sýnir Widescreen-stjórnrýmið í Mercedes-Benz EQC.
Myndbandið sýnir virkni MBUX í Mercedes-Benz EQC.
Spila aftur

Að loknum frágangi á efni er mögulegt að breytingar hafi verið gerðar á vörunni.

  MBUX-innanrýmisaðstoð.

  Myndin sýnir virkni MBUX-innanrýmisaðstoðar í Mercedes-Benz EQC.

  Njóttu snertilausrar stjórnunar: Þetta nýstárlega kerfi greinir og les úr hreyfingum handa og handleggja. Þannig er hægt að framkvæma tilteknar aðgerðir bókstaflega með einu handtaki. Til dæmis að opna valmynd með eftirlætisatriðum notandans: Til þess gerir þú einfaldlega „V“ með vísifingri og löngutöng. Kerfið greinir á milli ökumanns og farþega – svo tryggt sé að hver og einn stjórni réttum valmyndum.

  Raddstýring.

  Myndin sýnir virkni raddstýringar á margmiðlunarskjá Mercedes-Benz EQC.

  „Hey Mercedes.“ Þannig ræsir þú náttúrulega raddstýringarkerfið. Það hlustar á næstum hvert einasta orð. Kerfið vinnur meira að segja úr óbeinum skipunum – miðstöðin bregst til dæmis við setningunni „Mér er kalt“ og stillir á hærra hitastig. Í EQC er einnig hægt að stjórna hleðslunni með raddstýringu, t.d. með setningunni „Hlaða upp að 85 prósentum“, eða spyrja hversu mikið drægi er eftir. Raddstýringin lærir á notandann og er stöðugt uppfærð.

  Snertistjórnun.

  Myndin sýnir innanrými Mercedes-Benz EQC.

  MBUX gefur þér mesta frelsið til að stjórna fjölmörgum eiginleikum á þann hátt sem þér finnst þægilegast. Til dæmis með einfaldri snertingu. Í nýja EQC er hægt að fá margmiðlunarskjáinn sem snertiskjá og í miðstokkinum er snertiflötur sem bregst við skipunum með einum eða fleiri fingrum sem og handskrift. Og með snertihnöppunum á stýrinu er meira að segja hægt að stjórna öllum helstu stillingum bílsins án þess að taka hendurnar af stýrinu.

  Birtingarmátar.

  Myndin sýnir sportviðmót stafræna mælaborðsskjásins í Mercedes-Benz EQC.

  Sennilega munu engin tvö EQC-stjórnrými líta alveg eins út. Því hægt er að sérsníða þau að mjög miklu leyti. Hægt er að raða og breyta upplýsingum í mælaborðinu eftir óskum. Hægt er að velja á milli þriggja birtingarmáta: „Modern Classic“, „Sport“ og „Electric Art“ með litabreytingum til upplýsinga.

  Tengimöguleikar


  Ekki þarf að sitja í EQC til þess að geta séð ýmsar upplýsingar um bílinn.

  Þú nýtur góðs af snjallri samtengingu þjónustu og eiginleika fyrir allt sem snýr að notkun rafbílsins jafnvel áður en þú ekur af stað: Góð yfirsýn og öryggi við skipulagningu gera aksturinn að öllu leyti auðveldari og afslappaðri.

  Tengimöguleikar


  Ekki þarf að sitja í EQC til þess að geta séð ýmsar upplýsingar um bílinn.

  Þú nýtur góðs af snjallri samtengingu þjónustu og eiginleika fyrir allt sem snýr að notkun rafbílsins jafnvel áður en þú ekur af stað: Góð yfirsýn og öryggi við skipulagningu gera aksturinn að öllu leyti auðveldari og afslappaðri.

  Myndin sýnir afturhluta Mercedes-Benz EQC.

   Tenging fyrir snjallsíma.

   Myndin sýnir framsetningu tengingar fyrir snjallsíma á margmiðlunarskjá Mercedes-Benz EQC.

   Snjallsímatengingin tengir farsímann við upplýsinga- og afþreyingarkerfið í gegnum Apple CarPlay™ og Android Auto. Þannig færðu þægilegan aðgang að helstu forritum snjallsímans þíns. Þú getur einnig notað forrit frá þriðju aðilum eins og Spotify á fljótlegan og einfaldan hátt*.

   Þráðlaus hleðsla.

   Myndin sýnir snjallsíma í hleðslufleti í miðstokki Mercedes-Benz EQC.

   Hladdu símann á ferðinni. Þráðlaus hleðsluflötur er í boði fyrir miðstokkinn. Þar er hægt að leggja snjallsímann frá sér og hlaða hann á þráðlausan og þægilegan hátt**.

   Stafrænn bíllykill.

   Myndin sýnir virkni útbúnaðar fyrir stafrænan bíllykil í Mercedes-Benz EQC.

   Hægt er að opna, ræsa og læsa EQC án venjulegs bíllykils. Hægt er að koma fyrir NFC-loftneti (Near Field Communication) í handfangi ökumannshurðarinnar. Þá nægir að hafa aðgangsheimild að bílnum og viðeigandi snjallsíma***.