Öryggi.

Rafdrifinn akstur með öllum þeim kröfum sem Mercedes-Benz gerir til öryggis.

Hápunktar


Akstursaðstoðarkerfi EQC vísa veginn til sjálfakandi bíla.

Akstursaðstoðarkerfi af nýjustu gerð geta varað við eftir aðstæðum, aðstoðað ökumann og meira að segja brugðist við sjálfkrafa. Til dæmis til þess að halda tiltekinni fjarlægð, stjórna hraða og halda bílnum á réttri akrein. Og létta þannig mikið undir með ökumanni.

Hápunktar


Akstursaðstoðarkerfi EQC vísa veginn til sjálfakandi bíla.

Akstursaðstoðarkerfi af nýjustu gerð geta varað við eftir aðstæðum, aðstoðað ökumann og meira að segja brugðist við sjálfkrafa. Til dæmis til þess að halda tiltekinni fjarlægð, stjórna hraða og halda bílnum á réttri akrein. Og létta þannig mikið undir með ökumanni.

Sjálfvirkur hámarkshraðastillir

Ef þess er óskað getur kerfið stillt DISTRONIC-hraðastillinn með fjarlægðarskynjun sjálfkrafa á hámarkshraðann sem umferðarmerkjagreiningin greindi

og þannig haldið aksturshraðanum innan gildandi hraðamarka.

DISTRONIC-hraðastillir með fjarlægðarskynjun

DISTRONIC veitir stöðuga aðstoð með sjálfvirkri hraða- og fjarlægðarstjórnun og með tilteknum útbúnaði býður hann einnig upp á sjálfvirkan hámarkshraðastilli,

lengri tíma til að taka sjálfkrafa aftur af stað í umferðarteppum sem og hraðastillingu sem tekur mið af akstursleiðinni og greinir umferðarteppur fram undan.

PRE-SAFE® PLUS

Þegar hætta er á aftanákeyrslu blikka viðvörunarljós aftan á bílnum hratt til að gera ökumanninum sem á eftir kemur viðvart. Afturkallanleg strekking öryggisbelta er virkjuð til öryggis.

Ef bíllinn er kyrrstæður er stöðuhemillinn settur á. Þannig kastast bíllinn síður fram á við og minni kraftur verkar á farþegana auk þess sem minni hætta er á að frekari slys hljótist af.

Aðstoð við að beygja frá

Þegar kerfið greinir hættu á árekstri við gangandi vegfarendur sem þvera götu getur það aðstoðað við að beygja bílnum frá með stýrðum hætti.

Kerfið aðstoðar ökumanninn með því að auka stýrisátakið samkvæmt nákvæmum útreikningum og rétta stýrið síðan aftur af. Kerfið er virkt á hraða á bilinu 20 til 70 km/klst.

Bílastæðaaðstoð með PARKTRONIC

Kerfið aðstoðar við að fara fram eða aftur í stæði sem liggur þversum og einnig við að bakka í stæði sem liggja samsíða.

Þegar bílastæðaaðstoðin hefur lokið þessu ferli aðstoðar hún einnig við að fara úr stæðinu.

Akstursaðstoð


Nýjasta kynslóð aðstoðarkerfa.

EQC aðstoðar þig við nánast allar aðstæður í akstri, sérstaklega til að létta undir með þér á lengri ferðum.

Akstursaðstoð


Nýjasta kynslóð aðstoðarkerfa.

EQC aðstoðar þig við nánast allar aðstæður í akstri, sérstaklega til að létta undir með þér á lengri ferðum.

Myndin sýnir Mercedes-Benz EQC að framan.

Ljós og skyggni


Betra skyggni og heillandi útlit.

Framsækin LED-tækni og skynvædd háljósastjórnun gera nótt að degi og nýja EQC að enn öruggari förunaut.

Ljós og skyggni


Betra skyggni og heillandi útlit.

Framsækin LED-tækni og skynvædd háljósastjórnun gera nótt að degi og nýja EQC að enn öruggari förunaut.

Myndin sýnir MULTIBEAM LED-aðalljós Mercedes-Benz EQC.

MULTIBEAM LED

Myndin sýnir virkni skynvæddrar háljósaaðstoðar Plus í Mercedes-Benz EQC.

Skynvædd háljósaaðstoð Plus

Lagt í stæði


Keyrir rafknúið, leggur sjálfkrafa.

Valfrjálsir bílastæðapakkar með skynjurum og myndavélum aðstoða ökumanninn við að finna bílastæði sem og við að leggja í og fara úr stæði.

Lagt í stæði


Keyrir rafknúið, leggur sjálfkrafa.

Valfrjálsir bílastæðapakkar með skynjurum og myndavélum aðstoða ökumanninn við að finna bílastæði sem og við að leggja í og fara úr stæði.

Myndin sýnir innanrými Mercedes-Benz EQC.

Innbyggt öryggi


Kerfi sem vernda þig.

Þegar hætta greinist eru gerðar fyrirbyggjandi ráðstafanir og öryggisbúnaður verndar farþega ef óhapp verður. Ef slys á sér stað aðstoðar EQC meira að segja við björgunaraðgerðir.

Innbyggt öryggi


Kerfi sem vernda þig.

Þegar hætta greinist eru gerðar fyrirbyggjandi ráðstafanir og öryggisbúnaður verndar farþega ef óhapp verður. Ef slys á sér stað aðstoðar EQC meira að segja við björgunaraðgerðir.

Myndin sýnir hvernig virka hemlunaraðstoðin í Mercedes-Benz EQC virkar.

Virk hemlunaraðstoð

Myndin sýnir virkni PRE-SAFE®-kerfisins í Mercedes-Benz EQC.

PRE-SAFE®-kerfið

x

URBAN GUARD-eftirlitskerfi