Hleðsla og drægi.

Nær öllum markmiðum. Einnig þeim sem tilheyra morgundeginum.

Þægilegir hleðslumöguleikar á langferðum. Aðgangur að hraðhleðsluneti ON.

EQC við hleðslustöð ON

Þægilegir hleðslumöguleikar á langferðum. Aðgangur að hraðhleðsluneti ON.

Sístækkandi net almennra hleðslustöðva gerir að verkum að þú getur hlaðið á einfaldan og sveigjanlegan hátt þegar þú ert á ferðinni – hvort sem er í borg, hjá stórverslunum eða úti á þjóðvegum.

Endurnýting orku og aksturskerfi


Ný upplifun í akstri.

Brautryðjandi MBUX-margmiðlunarkerfið, akstursstillingar og endurnýtingarstillingar sjá til þess að þú getir ekið og stjórnað EQV leikandi létt. Í endurnýtingarstillingunni "D Auto" er hleðsla rafhlöðunnar nýtt á allra besta hátt því EQV stjórnar því sjálfkrafa í rauntíma hversu mikil orka er endurnýtt allt eftir akstursskilyrðum hverju sinni.

Endurnýting orku og aksturskerfi


Ný upplifun í akstri.

Brautryðjandi MBUX-margmiðlunarkerfið, akstursstillingar og endurnýtingarstillingar sjá til þess að þú getir ekið og stjórnað EQV leikandi létt. Í endurnýtingarstillingunni "D Auto" er hleðsla rafhlöðunnar nýtt á allra besta hátt því EQV stjórnar því sjálfkrafa í rauntíma hversu mikil orka er endurnýtt allt eftir akstursskilyrðum hverju sinni.

Mikilvægustu eiginleikar:

 • Fjögur aksturskerfi „E+“, „E“, „C“ og „S“ sem valin eru með aksturskerfarofanum í miðstokknum, vísir er á mælaborðsskjánum
 • Fimm endurnýtingarstillingar „D––“, „D–“, „D“, „D+“ og „D Auto“ sem eru valdar með gírskiptiflipunum í stýrinu, vísir er á mælaborðsskjánum
 • Endurnýtingarstillingin „D Auto“ hjálpar við að nýta hleðsluna á rafhlöðunni sem best. Endurnýtingin er stillt á sjálfvirkan hátt með aðstoð leiðsöguupplýsinga, umferðarmerkjagreiningar sem og upplýsinga frá ratsjám og myndavélum

EQ Ready-appið


Hentar EQV fyrir þær vegalengdir sem ég ek daglega?

EQ Ready-appið


Hentar EQV fyrir þær vegalengdir sem ég ek daglega?
Þetta ókeypis app fyrir snjallsíma sýnir þér hvort það hentar þér að skipta yfir í rafbíl eða tvinnbíl.

Þetta ókeypis app fyrir snjallsíma sýnir þér hvort það hentar þér að skipta yfir í rafbíl eða tvinnbíl. Appið gerir það með því að skrá leiðirnar sem þú ekur á hverjum degi í bílnum þínum – af hvaða gerð sem er – með snjallsímanum. Appið greinir akstursmáta hvers og eins og ber gögnin saman við fjölda kennistærða frá rafbílum og tvinnbílum. Niðurstaðan: EQ Ready-appið kannar ekki aðeins hvort hægt væri að komast á áfangastaði þína á rafbíl, heldur ráðleggur einnig um hvaða gerð af bíl frá smart eða Mercedes-Benz hentar þér best.

Sæktu einfaldlega EQ Ready-appið og prófaðu það með bílnum þínum.

Rafhlaða og rafhlöðuvottun


Öflug og örugg. Rafhlaða í Mercedes-gæðum.

Rafhlaða og rafhlöðuvottun


Öflug og örugg. Rafhlaða í Mercedes-gæðum.

Háspennurafhlaðan er hjartað í nýja Mercedes-Benz EQV. Til að uppfylla strangar öryggiskröfur Mercedes-Benz er rafhlaðan vel varin í gólfi bílsins sem lækkar einnig þyngdarpunkt hans.

Áhyggjulaus rafakstur.

Myndin sýnir háspennurafhlöðu Mercedes-Benz EQV.

Áhyggjulaus rafakstur.

Svokölluð rafhlöðuvottun sér til þess að þú getir notið hreins rafaksturs í nýja Mercedes-Benz EQV áhyggjulaus. Rafhlöðuvottunin ver viðskiptavini fyrir útgjöldum í allt að 8 ár eða allt að 160.000 km, fari svo að háspennurafhlaða EQV 300 fari niður fyrir 180 Ah viðmiðunarmörkin fyrir afgangsorkumagn.

Algengar spurningar um EQ


Mikilvægustu spurningarnar um rafakstur.

Algengar spurningar um EQ


Mikilvægustu spurningarnar um rafakstur.

  • Drægi

   Hversu langt er hægt að aka EQV á einni hleðslu við daglega notkun?

   Raunverulegt drægi veltur á útbúnaði bílsins, hleðslu, einstaklingsbundnu aksturslagi, aðstæðum á vegum og í umferð, útihitastigi, notkun loftkælingar/miðstöðvar og annars búnaðar sem gengur fyrir rafmagni. Af þessum sökum er ekki hægt að fullyrða almennt um drægi við daglega notkun. Mismunandi endurnýtingarstillingar og aksturskerfi hjálpa ökumanni að nýta hleðsluna á rafhlöðunni eins vel og kostur er og hámarka þannig drægið.

  • AC- og DC-hleðslutækni

   Hver er munurinn á AC- og DC-hleðslutækni?

   Almennt er eingöngu hægt að hlaða rafhlöður rafknúinna bíla með jafnstraumi (DC). Hins vegar er straumurinn frá heimilisinnstungum, Mercedes-Benz-vegghleðslustöðinni og flestum almennum hleðslustöðvum riðstraumur (AC), einnig í tenglum með meiri straumstyrk. Til þess að hægt sé að hlaða rafhlöðuna er innbyggt hleðslutæki í bílnum – svokallaður AC/DC-breytir. Hann breytir riðstraumnum í jafnstraum. Hleðslugeta EQV getur verið allt að 11 kW – allt eftir afkastagetu hleðslustöðvarinnar og hleðslusnúrunnar.
   Ef hleðslustöðin gefur jafnstraum (DC) þarf innbyggða hleðslutækið í bílnum ekki að umbreyta honum. Þannig gefst kostur á meiri hleðslugetu og hlaða má EQV-bílinn með allt að 110 kW.

  • Umhverfið

   Hversu umhverfisvænn er akstur rafbíla í raun og veru?

   Það fer að miklu leyti eftir því hvernig honum er ekið og hvernig hann er hlaðinn. Miklu skiptir með hvers konar rafmagni bíllinn er hlaðinn: Er í raun notast við CO2-hlutlaust rafmagn eða rafmagn af mismunandi uppruna, þar sem meðal annars er að finna kolaorku? Almennar hleðslustöðvar fá yfirleitt rafmagn úr umhverfisvænum orkugjöfum og heimili geta oft gengið frá samningi um kaup á vistvænni raforku með einföldum hætti á netinu. Til að aðstoða við þetta bjóðum við upp á umhverfisvænt rafmagn hjá Mercedes-Benz – þjónustu sem er eingöngu í boði fyrir viðskiptavini Mercedes-Benz.

  • Hleðslumöguleikar

   Hvernig hleð ég EQV?

   Hægt er að hlaða bílinn á mismunandi vegu. Nærtækust er Mercedes-Benz Wallbox-vegghleðslustöðin sem þú getur notað til að fullhlaða rafhlöðuna á innan við 10 tímum með allt að 11 kW hleðsluafli. Við það bætast síðan sífellt fleiri almennar hleðslustöðvar. Með DC-hraðhleðslustöð er hægt að hlaða EQV úr 10 upp í 80% með allt að 110 kW hleðsluafli á u.þ.b. 45 mínútum.

  • Hleðslukló

   Hvernig hleðslukló nota ég til að hlaða EQV?

   Combined Charging System (CCS) sér til þess að þú getir hlaðið EQV með sveigjanlegum hætti á almennum hleðslustöðvum og Wallbox-vegghleðslustöðvum: Bíllinn hleður sig með allt að 11 kW á hleðslustöðvum með riðstraumi (AC). Einnig er hægt að hlaða bílinn á fljótlegan hátt á hraðhleðslustöðvum með jafnstraumi (DC) með allt að 110 kW.

  • Rafhlöðuvottun

   Er rafhlaðan í ábyrgð?

   Rafhlöðuvottunin ver viðskiptavini fyrir útgjöldum í allt að 8 ár eða allt að 160.000 km, fari svo að háspennurafhlaða EQV 300 fari niður fyrir 180 Ah viðmiðunarmörkin fyrir afgangsorkumagn.

    

  • Skilvirkni

   Hvernig ek ég Mercedes-Benz EQV á sem skilvirkastan hátt?

   Fjögur mismunandi aksturskerfi og fimm endurnýtingarstillingar aðstoða þig við að aka á skilvirkan hátt. Báðir þessir eiginleikar gera þér kleift að minnka orkunotkunina og auka þannig drægi EQV.