Öryggis- og aðstoðarkerfi
Rafbílarnir okkar bjóða upp á framúrskarandi öryggi.
Öryggis- og aðstoðarkerfi
Rafbílarnir okkar bjóða upp á framúrskarandi öryggi.


Öryggispúðar
Á meðal staðalbúnaðar eru öryggispúðar sem og gluggaöryggispúðar og hliðaröryggispúðar fyrir brjóstkassa og mjaðmagrind ökumanns og framsætisfarþega. Með valfrjálsum gluggaöryggispúðum aftur í er hægt að auka öryggi í farþegarýminu.

Virk hemlunaraðstoð
Virka hemlunaraðstoðin getur aðstoðað við að forðast eða draga úr afleiðingum árekstra við ökutæki sem aka fyrir framan, sem og óhappa þar sem gangandi vegfarendur koma við sögu.
Þegar kerfið greinir hættu á árekstri varar það fyrst við með sýnilegum merkjum og hljóðmerkjum. Bregðist bílstjórinn ekki við setur kerfið sjálfkrafa af stað sjálfvirka nauðhemlun.

Bílastæðaaðstoð með 360° myndavél
Bílastæðaaðstoð með 360° myndavél veitir bílstjóranum alhliða stuðning við að leita að bílastæði, sem og við að leggja í og fara úr stæði og bakka.
Bílastæðaaðstoðin leitar að hentugum bílastæðum og stýrir bílnum sjálfkrafa inn í þau bæði langsum og þversum.

LED Intelligent Light System
LED Intelligent Light System bætir útsýni bílstjórans og um leið öryggi í akstri þar sem akbrautarlýsingin getur lagað sig sjálfkrafa að hinum ýmsu aðstæðum.

Staðlaður akstursaðstoðarpakki
Staðlaði akstursaðstoðarpakkinn býður upp á snjallt samspil þriggja aðstoðarkerfa sem geta létt undir með þér og aukið öryggi í akstri.
Innifalið:
– Virk hemlunaraðstoð
– Blindsvæðisvari
– Akreinavari