Öryggi.

Fyrir átta farþega.

Öryggis- og aðstoðarkerfi


Öryggi eins og við er að búast af Mercedes.

Rafbílarnir okkar bjóða upp á framúrskarandi öryggi.

Í EQV nýtur þú öryggis. Bílarnir okkar gangast undir strangt eftirlit og
árekstrarprófanir eins og gengur og gerist hjá Mercedes-Benz. Öryggisbúnaður að
sjálfsögðu einnig í fremstu röð, eins og aðstoðarkerfi, öryggispúðar og
sjálfvirk stjórnkerfi.

Öryggis- og aðstoðarkerfi


Öryggi eins og við er að búast af Mercedes.

Rafbílarnir okkar bjóða upp á framúrskarandi öryggi.

Í EQV nýtur þú öryggis. Bílarnir okkar gangast undir strangt eftirlit og
árekstrarprófanir eins og gengur og gerist hjá Mercedes-Benz. Öryggisbúnaður að
sjálfsögðu einnig í fremstu röð, eins og aðstoðarkerfi, öryggispúðar og
sjálfvirk stjórnkerfi.

Öryggispúðar

Á meðal staðalbúnaðar eru öryggispúðar sem og gluggaöryggispúðar og hliðaröryggispúðar fyrir brjóstkassa og mjaðmagrind ökumanns og framsætisfarþega. Með valfrjálsum gluggaöryggispúðum aftur í er hægt að auka öryggi í farþegarýminu.

Virk hemlunaraðstoð

Virka hemlunaraðstoðin getur aðstoðað við að forðast eða draga úr afleiðingum árekstra við ökutæki sem aka fyrir framan, sem og óhappa þar sem gangandi vegfarendur koma við sögu.

Þegar kerfið greinir hættu á árekstri varar það fyrst við með sýnilegum merkjum og hljóðmerkjum. Bregðist bílstjórinn ekki við setur kerfið sjálfkrafa af stað sjálfvirka nauðhemlun.

Bílastæðaaðstoð með 360° myndavél

Bílastæðaaðstoð með 360° myndavél veitir bílstjóranum alhliða stuðning við að leita að bílastæði, sem og við að leggja í og fara úr stæði og bakka.

Bílastæðaaðstoðin leitar að hentugum bílastæðum og stýrir bílnum sjálfkrafa inn í þau bæði langsum og þversum.

LED Intelligent Light System

LED Intelligent Light System bætir útsýni bílstjórans og um leið öryggi í akstri þar sem akbrautarlýsingin getur lagað sig sjálfkrafa að hinum ýmsu aðstæðum.

Staðlaður akstursaðstoðarpakki

Staðlaði akstursaðstoðarpakkinn býður upp á snjallt samspil þriggja aðstoðarkerfa sem geta létt undir með þér og aukið öryggi í akstri.

Innifalið:


– Virk hemlunaraðstoð
– Blindsvæðisvari
– Akreinavari

Gagnleg aðstoð við að halda réttri stefnu.

Virkur akreinavari

Mercedes-Benz EQV: Virkur akreinavari

Gagnleg aðstoð við að halda réttri stefnu.

Virkur akreinavari

Akreinavarinn getur komið í veg fyrir slys sem verða þegar farið er óviljandi út af akrein. Fjölvirk myndavél getur greint akreinamerkingar og vaktar sífellt hvort bíllinn er að fara út af réttri akbraut. Þegar kerfið greinir að farið sé óviljandi út af akrein – til dæmis vegna aðgæsluleysis – varar það við með taktföstum titringi í stýrinu. Þannig er ökumaðurinn hvattur til að stýra aftur inn á akreinina.

Aukið öryggi þegar skipt er um akrein.

Aukið öryggi þegar skipt er um akrein.

Blindsvæðisvari

Blindsvæðisvari

Blindsvæðisvarinn getur aðstoðað ökumanninn að skipta um akrein á vegum með mörgum akreinum. Hann hjálpar með því að benda tímanlega á ökutæki í blinda blettinum með sjónrænum og hljóðrænum viðvörunarboðum. Ef kerfið greinir ökutæki á svæðinu varar það við með rauðum þríhyrningi í viðeigandi hliðarspegli. Sé stefnuljósið samt sem áður sett á þrátt fyrir þessa sjónrænu viðvörun fer þríhyrningurinn að blikka hratt og gefur að auki hljóðræna viðvörun.

Sér nánast alltaf hvað er leyfilegt.

Umferðarmerkjagreining

Mercedes-Benz EQV: Umferðarmerkjagreining

Sér nánast alltaf hvað er leyfilegt.

Umferðarmerkjagreining

Umferðarmerkjagreiningin getur aðstoðað ökumanninn með því að sýna stöðugt þekktar hraðatakmarkanir, sem og bann við innakstri og framúrakstri og látið vita þegar bannið gildir ekki lengur. Þetta gagnast sérlega vel á leiðum þar sem hámarkshraði breytist ört, til dæmis á framkvæmdasvæðum. Kerfið gefur viðvörun bæði sýnilega og með hljóði, til dæmis þegar brotið er gegn innakstursbanni.

Fyrirbyggjandi vörn í hættulegum aðstæðum.

PRE-SAFE®

Mercedes-Benz EQV: PRE-SAFE

Fyrirbyggjandi vörn í hættulegum aðstæðum.

PRE-SAFE®

Fyrirbyggjandi PRE-SAFE®-kerfi til verndar farþegum getur greint hættulegar akstursaðstæður snemma og gripið til fyrirbyggjandi verndarráðstafana. Meðal ráðstafana má nefna afturkræfa strekkingu á öryggisbeltum ökumanns og framsætisfarþega, lokun á opnum gluggum og þakkerfum og – í tengslum við rafstillingu á sætum – færslu á farþegasæti í öruggari stöðu við slys.

Þjófavörn.

Þjófavarnarpakki

Þjófavörn.

Þjófavarnarpakki

Þjófavarnarpakkinn getur hjálpað þér að verja bílinn með sjónrænni og hljóðrænni viðvörun þegar hætta á þjófnaði greinist. Hann samanstendur af innbrots- og þjófavarnarkerfi, innanrýmisvöktun og dráttarvörn.

Getur varað bílstjórann við ofþreytu.

ATTENTION ASSIST

Mercedes-Benz EQV: ATTENTION ASSIST

Getur varað bílstjórann við ofþreytu.

ATTENTION ASSIST

ATTENTION ASSIST getur aukið akstursöryggi með því að koma í veg fyrir að ökumaður dotti, fyrst og fremst á löngum ferðum og ferðum að nóttu til. Kerfið varar bílstjóra hljóðrænt og sjónrænt við þegar það greinir merki ofþreytu og athyglisskorts, og hvetur hann til að taka sér hlé. Til að greina aksturshegðun eru hreyfingar stýris teknar til greina og þannig búið til snið bílstjóra.

Getur aðstoðað við að halda bílnum á miðri akrein í hliðarvindi.

Hliðarvindshjálp

Getur aðstoðað við að halda bílnum á miðri akrein í hliðarvindi.

Hliðarvindshjálp

Hliðarvindshjálpin getur greint stefnubreytingu vegna sterkra vindhviða mjög snemma og aðstoðað ökumann við að halda bílnum á miðri akrein. Því skyndileg breyting á stöðu bíls á akrein getur leitt til yfirdrifinna viðbragða ökumanns. Hliðarvindshjálpin getur leiðrétt stefnu bílsins sjálfkrafa á hraða sem er meiri en 80 km/klst. Þannig dregur mjög úr stefnubreytingunni og áhrif hliðarvindsins eru að mestu leiðrétt eða dregið úr þeim.