Þægindi.

Fyrir öll skilningarvitin.  

Myndin sýnir innanrými Mercedes-Benz GLE Coupé.

Kynntu þér hápunkta GLE af eigin raun.

Sestu inn.

Sestu inn.

Myndin sýnir Mercedes-Benz GLE Coupé frá hlið.

Langar þig til að kynnast GLE betur?

Pantaðu reynsluakstur núna.

Pantaðu reynsluakstur núna.

Þægindi


Sestu inn. Og láttu streituna líða úr þér.

Í nýja GLE Coupé getur þú valið úr 64 litum fyrir stemningslýsingu, mismunandi ilm fyrir innanrýmið og nuddkerfum. Auk þess er hægt að stilla á ENERGIZING-kerfi, til dæmis „Vitality“, sem stillir þessa þægindaeiginleika sjálfkrafa saman.

Þægindi


Sestu inn. Og láttu streituna líða úr þér.

Í nýja GLE Coupé getur þú valið úr 64 litum fyrir stemningslýsingu, mismunandi ilm fyrir innanrýmið og nuddkerfum. Auk þess er hægt að stilla á ENERGIZING-kerfi, til dæmis „Vitality“, sem stillir þessa þægindaeiginleika sjálfkrafa saman.

Myndin sýnir innanrými Mercedes-Benz GLE Coupé.

    ENERGIZING Plus-pakkinn

    Myndin sýnir ENERGIZING-valmyndina á margmiðlunarskjá Mercedes-Benz GLE Coupé.

    ENERGIZING Plus-pakkinn á engan sinn líka. Hann býður upp á fyrsta flokks þægindi fyrir öll skilningarvit. Hér kemur saman rjóminn af fyrsta flokks útbúnaði fullum af framsæknu hugviti. Niðurstaðan er hrífandi: Mercedes-bíllinn þinn getur fyllt þig orku og dekrað við þig. Svo þú hafir meira úthald undir stýri og ferðin verði þægileg.

    AIR-BALANCE-pakki

    Myndin sýnir AIR-BALANCE-valmyndina á margmiðlunarskjá Mercedes-Benz GLE Coupé.

    AIR-BALANCE-pakkinn býður upp á heillandi ilmupplifun – fyrir bílinn þinn er til dæmis hægt að fá hinn einstaka SUV-ilm „Forest Mood“: Dýpkaðu ævintýri þín á vegum úti og í torfærum með frískandi viðarkeim. Pakkinn stuðlar einnig að betri loftgæðum um borð og þar með aukinni vellíðan.

    Nudd og loftræsting í sætum

    Myndin sýnir nuddvirknina á margmiðlunarskjá Mercedes-Benz GLE Coupé.

    Klæðskerasniðin og dekra við þig: Þessi sæti bjóða upp á fjölda stillingamöguleika og eiginleika sem auka vellíðan þína. Þau falla fullkomlega að líkamanum. Nýstárlegir hliðarpúðar veita mikinn hliðarstuðning. Stillanleg loftræsting í sætunum og þægileg nuddáhrif gera hverja ferð að sælustund.

    Hagnýtir eiginleikar


    Stígðu inn, komdu farangri fyrir, leggðu í stæði. Með þægilegri hætti en nokkru sinni fyrr.

    Nýi GLE er rúmbesti Coupé-bíllinn okkar. Og lágt skottið gerir að verkum að auðvelt er að koma farangri fyrir. Fjöldi myndavéla og skynjara aðstoða þig auk þess við að halda yfirsýn og góðri stjórn við öll akstursskilyrði.

    Hagnýtir eiginleikar


    Stígðu inn, komdu farangri fyrir, leggðu í stæði. Með þægilegri hætti en nokkru sinni fyrr.

    Nýi GLE er rúmbesti Coupé-bíllinn okkar. Og lágt skottið gerir að verkum að auðvelt er að koma farangri fyrir. Fjöldi myndavéla og skynjara aðstoða þig auk þess við að halda yfirsýn og góðri stjórn við öll akstursskilyrði.

    Myndin sýnir helstu hagnýtu eiginleika Mercedes-Benz GLE Coupé.
    Myndin sýnir helstu hagnýtu eiginleika Mercedes-Benz GLE Coupé.

    Þægilegt að koma farangri fyrir
    Hæðarstillingin kemur sér bæði vel í akstri og í kyrrstöðu: Afturhlutalækkunin auðveldar þér að koma þungum eða fyrirferðarmiklum hlutum fyrir í skottinu. Eiginleikanum er stjórnað beint í skottinu.

      KEYLESS-GO-þægindapakki

      Myndin sýnir ræsihnapp Mercedes-Benz GLE Coupé.

      Mestu þægindin í akstri dag frá degi: Með KEYLESS-GO-þægindapakkanum geturðu opnað bílinn, sett hann í gang og læst honum með því einfaldlega að ganga með bíllykilinn á þér. Eiginleikinn HANDS-FREE ACCESS er snertilaus og alsjálfvirk aðferð til að opna afturhlerann og loka honum.

      Bílastæðapakki með 360° myndavél

      Myndin sýnir skjámynd 360° myndavélarinnar á margmiðlunarskjá Mercedes-Benz GLE Coupé.

      Frábær bílastæðaþjónusta um borð. Bílastæðaaðstoðin með 360° myndavél auðveldar þér bæði bílastæðisleitina og að leggja í og fara úr stæði. Þú getur valið á milli þess að leggja í stæði sjálf(ur) á öruggan hátt með útsýni allan hringinn eða að láta leggja fyrir þig með lítilli fyrirhöfn.

      Eftirvagnsaðstoð

      Myndin sýnir skýringarmynd af virkni eftirvagnsaðstoðar í Mercedes-Benz GLE Coupé.

      Sparaðu þér tíma og streitu: Með eftirvagnsaðstoðinni bakkarðu eftirvagninum af öryggi og nákvæmni – líka í erfiðum aðstæðum. Það kemur sér svo sannarlega vel fyrir þá sem hafa litla reynslu af því að aka með eftirvagn.

      Ekki má nota eftirvagnsaðstoðina á eftirvögnum með tengi sem kemur í veg fyrir að þeir sveiflist til hliðar.

      Stjórntæki og upplýsingabúnaður


      „Augmented Reality“ verður að veruleika. Í nýja GLE Coupé.

      Í stjórnrými nýja GLE Coupé bíður þín stafræn reynsla í hæsta gæðaflokki. Með ótrúlega eðlilegu raddstýringarkerfi, ýmsum snertistjórnreitum, nýstárlegum hreyfiskipunum og viðbótarveruleika fyrir akstursleiðsögn.

      Stjórntæki og upplýsingabúnaður


      „Augmented Reality“ verður að veruleika. Í nýja GLE Coupé.

      Í stjórnrými nýja GLE Coupé bíður þín stafræn reynsla í hæsta gæðaflokki. Með ótrúlega eðlilegu raddstýringarkerfi, ýmsum snertistjórnreitum, nýstárlegum hreyfiskipunum og viðbótarveruleika fyrir akstursleiðsögn.

      Myndin sýnir innanrými Mercedes-Benz GLE Coupé.

        Birtingarmáti

        Myndin sýnir alstafræna mælaborðið í Mercedes-Benz GLE Coupé.

        Heillandi hönnun mætir alstafrænum vísi með sveigjanlegri framsetningu: Widescreen-stjórnrýmið breytir upplýsingum í sanna upplifun. Hægt er að stilla það hvar tiltekið efni birtist á skjánum og þökk sé Touch-tækni er notkunin mjög einföld.

        Þægileg snertistjórnun

        Myndin sýnir innanrými Mercedes-Benz GLE Coupé.

        Snertiflötur í miðstokki með nýjum stjórnfleti sem bregst við skipunum með einum eða fleiri fingrum sem og handskrift og gefur bæði snertisvörun og svörun með hljóði.

        LINGUATRONIC

        Myndin sýnir margmiðlunarskjá Mercedes-Benz GLE Coupé.

        LINGUATRONIC fyrir raddstýringu ásamt MBUX-margmiðlunarkerfi (547): Gerir kleift að bera fram skipanir með eðlilegu talmáli og framkvæma þær með einni raddskipun; til viðbótar við talhnappinn í stýrinu er nú einnig hægt að virkja raddstýringuna með því að segja lykilorðin „Hey Mercedes“.

        Head-up-Display

        Myndin sýnir Head-up-Display í Mercedes-Benz GLE Coupé.

        Besta útsýnið fyrir sportlega akstursgleði og örugga tilfinningu undir stýri: Head-up-Display breytir framrúðunni í heillandi stafrænt stjórnrými. Þannig ertu alltaf með mikilvægar upplýsingar í beinni sjónlínu. Öll þín athygli er á götunni og því sem er að gerast í umferðinni.

        MBUX-viðbótarveruleiki fyrir leiðsögukerfi

        Myndin sýnir virkni MBUX-viðbótarveruleika fyrir leiðsögukerfi í Mercedes-Benz GLE Coupé.

        Svo þú getir bjargað þér í flóknum aðstæðum í umferðinni tengir MBUX-viðbótarveruleiki fyrir leiðsögukerfi sýndarheiminn og þann raunverulega saman. Tæknin blandar myndrænum leiðsögu- og umferðarupplýsingum inn í lifandi myndir. Þannig kemstu fljótt, örugglega og afslappað á áfangastað.

        Tengimöguleikar


        Snjallsíminn þinn og nýi GLE Coupé verða eitt.

        Hægt er að nota símann sem bíllykil, hlaða hann þráðlaust og opna ýmis forrit á skjá bílsins.

        Tengimöguleikar


        Snjallsíminn þinn og nýi GLE Coupé verða eitt.

        Hægt er að nota símann sem bíllykil, hlaða hann þráðlaust og opna ýmis forrit á skjá bílsins.

        Myndin sýnir snjallsíma í hleðslufleti Mercedes-Benz GLE Coupé.

        Þráðlaus hleðsla og tenging

        Myndin sýnir tengingu fyrir snjallsíma á margmiðlunarskjá Mercedes-Benz GLE Coupé.

        Tenging fyrir snjallsíma

        Þægindabúnaðarpakkar


        Þægindabúnaður sem er sniðinn að þér og þínum þörfum.

        Þægindabúnaðarpakkar


        Þægindabúnaður sem er sniðinn að þér og þínum þörfum.

        ENERGIZING-pakkinn

        Svo þú hafir meira úthald undir stýri og ferðin verði þægileg.

        ENERGIZING Plus-pakkinn

        Mercedes-bíllinn þinn getur fyllt þig orku og dekrað við þig.

        AIR-BALANCE-pakki

        AIR-BALANCE-pakkinn býður upp á sérsniðna ilmupplifun í innanrýminu.

        Hita- og þægindapakki

        Hita- og þægindapakkinn er aukabúnaður sem vermir valdar einingar innanrýmisins á örskotsstundu.

        Pakki fyrir hljóðvist og þægindi

        Hljóðeinangrun pakkans fyrir hljóðvist og þægindi dregur úr truflandi hljóðum sem koma utan frá.

        Bílastæðapakki með 360° myndavél

        Bílastæðaaðstoðin með 360° myndavél auðveldar þér bæði bílastæðisleitina og að leggja í og fara úr stæði.

        Þægindaaukabúnaður


        Hámarksþægindi eftir þínu höfði.

        Þægindaaukabúnaður


        Hámarksþægindi eftir þínu höfði.

          Vandað Burmester® 3D-Surround-hljóðkerfi

          Myndin sýnir hátalara Burmester® High-End 3D-Surround-hljóðkerfisins í Mercedes-Benz GLE Coupé.

          Hljómgæði eins og í lúxushljómtækjum fyrir heimili. Hátalarar í innri þakklæðningu skapa þrívíðan hljóm. Þú stjórnar kerfinu eins og þinni eigin hljómsveit – með VIP-stillingum fyrir tiltekin sæti eða stílstillingum á borð við „Live“ og „Easy Listening“.

          E-ACTIVE BODY CONTROL

          Myndin sýnir E-ACTIVE BODY CONTROL-fjöðrun Mercedes-Benz GLE Coupé.

          Framúrskarandi aksturseiginleikar við allar aðstæður: Í E-ACTIVE BODY CONTROL fara saman þægindi, nákvæmni og kraftur – ásamt einstökum torfærueiginleikum. Upplifðu nútímalega og virka fjöðrun sem dregur úr höggum, veltingi og hristingi. Á öllum vegum og vegleysum. Við góð og slæm akstursskilyrði.

          MBUX-innanrýmisaðstoð

          Myndin sýnir virkni MBUX-innanrýmisaðstoðar í Mercedes-Benz GLE Coupé.

          Njóttu snertilausrar stjórnunar: Þetta nýstárlega kerfi greinir og les úr hreyfingum handa og handleggja. Þannig er hægt að framkvæma tilteknar aðgerðir bókstaflega með einu handtaki. Kerfið greinir á milli ökumanns og farþega – svo tryggt sé að hver og einn stjórni réttum valmyndum.