Þægindi.

Þegar kemur að rými og þægindum er nýi GLS í algjörum sérflokki.

Myndin sýnir innanrými nýja Mercedes-Benz GLS SUV.

Kynntu þér hápunkta GLS af eigin raun.

Sestu inn.

Sestu inn.

Myndin sýnir ytra byrði nýja Mercedes-Benz GLS SUV

Langar þig til að kynnast GLS betur?

Pantaðu reynsluakstur núna.

Pantaðu reynsluakstur núna.

Innanrými


Sestu inn og njóttu þín í nútímalegum lúxus.

Fyrstu hughrifin af innanrými GLS eru bókstaflega mögnuð: Allt að sjö manns komast þar vel fyrir, enda er plássið ekki af skornum skammti. Í sérhverju sæti bílsins má njóta fyrsta flokks þæginda og stafræns upplýsinga- og afþreyingarbúnaðar sem ekki hefur sést áður í SUV-bíl.

Innanrými


Sestu inn og njóttu þín í nútímalegum lúxus.

Fyrstu hughrifin af innanrými GLS eru bókstaflega mögnuð: Allt að sjö manns komast þar vel fyrir, enda er plássið ekki af skornum skammti. Í sérhverju sæti bílsins má njóta fyrsta flokks þæginda og stafræns upplýsinga- og afþreyingarbúnaðar sem ekki hefur sést áður í SUV-bíl.

Myndin sýnir innanrými nýja Mercedes-Benz GLS SUV.
Myndbandið sýnir innanrými nýja Mercedes-Benz GLS SUV.
Spila aftur

Aksturseiginleikar


Upplifðu nútímalegan lúxus á nýjan máta.

Rafvæddar vélar og virk fjöðrun kóróna framúrskarandi þægindi nýja GLS.

Aksturseiginleikar


Upplifðu nútímalegan lúxus á nýjan máta.

Rafvæddar vélar og virk fjöðrun kóróna framúrskarandi þægindi nýja GLS.

  • E-ACTIVE BODY CONTROL

    E-ACTIVE BODY CONTROL

    Einstök aksturstilfinning bæði á vegum og í torfærum.

    The image shows the exterior of the new Mercedes-Benz GLS SUV.

    E-ACTIVE BODY CONTROL

    Einstök aksturstilfinning bæði á vegum og í torfærum.

    Með E-ACTIVE BODY CONTROL er í boði virk fjöðrun sem hefur verið endurhönnuð frá grunni fyrir nýja GLS. Kerfið inniheldur ROAD SURFACE SCAN-akreinagreiningu með myndavél (aðeins með akstursaðstoðarpakka eða akstursaðstoðarpakka Plus) og beygjuhallavirknina CURVE og getur metið akstursskilyrði, hraða og hleðslu. Samkvæmt því er fjöðrun og hæðarstilling aðlöguð á hverju hjóli fyrir sig. Fyrir framúrskarandi þægindi og stöðugleika – bæði á vegum og í torfærum.

  • AIRMATIC

    AIRMATIC pakkinn

    Staðalbúnaður sem leggur grunninn að þægilegum og afslöppuðum akstri.

    AIRMATIC pakkinn

    Staðalbúnaður sem leggur grunninn að þægilegum og afslöppuðum akstri.

    In the AIRMATIC Package, an active damping system meets modern air suspension. The result: intelligent comfort suspension which is able to adjust automatically to the driving conditions, speed and load. You benefit from well-balanced handling and first-class comfort on both good and bad road surfaces.

  • 4MATIC fjórhjóladrif

    4MATIC fjórhjóladrif

    Besta mögulega jafnvægi grips, akstursgetu og akstursöryggis.

    The image shows the exterior design of the new Mercedes-Benz GLS SUV.

    4MATIC fjórhjóladrif

    Besta mögulega jafnvægi grips, akstursgetu og akstursöryggis.

    Með 4MATIC-fjórhjóladrifinu, driflæsingu og sérstökum aksturskerfum fyrir torfærur sýnir nýi GLS sig og sannar við létt sem og krefjandi akstursskilyrði. Millikassinn „Torque on Demand (Single Speed)“ með fullri dreifingu snúningsvægis milli fram- og afturöxuls bætir grip á grasi, möl og í léttum torfærum og eykur þannig akstursöryggi. Á margmiðlunarskjánum er auk þess hægt að sýna hreyfimynd fyrir akstursaðstæður sem sýnir meðal annars hallann upp í móti og til hliðar.

  • Off-Road tæknipakki

    Off-Road tæknipakki

    Optimum traction, also on unfirm terrain.

    The image shows the exterior of the new Mercedes-Benz GLS SUV.

    Off-Road tæknipakki

    Optimum traction, also on unfirm terrain.

    Offroad-tæknipakki býður upp á torfæruakstur með því að ýta á hnapp. Breyttir drifeiginleikar með fjórhjóladrifi með „Torque on Demand (Double Speed)“ og lágu drifi fyrir torfærur (Low Range) skila hámarksgripi á lausu undirlagi. Við það bætast aksturskerfi fyrir léttar og krefjandi torfærur sem og aukin tæknileg undirhlíf sem veitir framúrskarandi vörn fyrir undirvagninn í torfærum og kemur í veg fyrir að óhreinindi og bleyta berist inn í vélarrýmið.

  • Ný kynslóð véla

    Ný kynslóð véla

    Þriðja útgáfa GLS kemur með nýrri kynslóð véla.

    The image shows an engine of the new Mercedes-Benz GLS SUV.

    Ný kynslóð véla

    Þriðja útgáfa GLS kemur með nýrri kynslóð véla.

    Rafvædd V8-bensínvélin með innbyggðum startararafal skilar auknu togi til að taka af stað af krafti (EQ Boost) og gerir kleift að endurnýta orku sem myndast við hemlun. Auk þess skila tvær „hot inside-V“ forþjöppur og skynvædd stöðvun strokka mögnuðum afköstum og mikilli sparneytni.
    Ný og einstaklega þýðgeng sex strokka dísil-línuvélin er búin allra nýjustu tækni og setur ný viðmið þegar kemur að snerpu, gangi og eldsneytisnotkun.

    Gerðirnar GLS 350 d 4MATIC, GLS 400 d 4MATIC og GLS 580 4MATIC eru í boði fyrir nýja GLS.

  • Pakki fyrir hljóðvist og þægindi

    Pakki fyrir hljóðvist og þægindi

    Njóttu einstakrar hljóðvistar í akstri.

    Pakki fyrir hljóðvist og þægindi

    Njóttu einstakrar hljóðvistar í akstri.

    Valfrjálsi pakkinn fyrir hljóðvist og þægindi dregur úr truflandi hávaða utan frá með lagskiptu öryggisgleri með hljóðþynnu ásamt frekari einangrunar- og deyfingarráðstöfunum. Rólegt andrúmsloft eykur einbeitingu og dregur úr streitu í akstri. Í lagskipta öryggisglerinu er auk þess þynna sem dregur í sig innrautt ljós og gerir þannig að verkum að innanrýmið hitnar síður og yfirborðsfletir verða ekki óþægilega heitir í sólskini.

Upplýsinga- og afþreyingarkerfi


Upplýsinga- og afþreyingarkerfi í hæsta GLS-gæðaflokki.

Nýja Mercedes-Benz User Experience á eftir að heilla þig upp úr skónum. Við hverja augsýn, hvert orð og hverja snertingu.

Upplýsinga- og afþreyingarkerfi


Upplýsinga- og afþreyingarkerfi í hæsta GLS-gæðaflokki.

Nýja Mercedes-Benz User Experience á eftir að heilla þig upp úr skónum. Við hverja augsýn, hvert orð og hverja snertingu.

Myndin sýnir stjórnrýmið í nýja Mercedes-Benz GLS SUV.

MBUX-raddstýringarkerfi


Nýjasta raddstýringartækni. Nú líka í nýja GLS.

Þú þarft aðeins að segja tvö stutt orð: „Hey Mercedes“. Þá verður raddstýringarkerfið LINGUATRONIC virkt, sem lærir með tímanum, skilur nánast hvert orð og getur meira að segja unnið úr óbeinum skipunum. Miðstöðin bregst til dæmis við setningunni „Mér er kalt“ og stillir á hærra hitastig.

MBUX-raddstýringarkerfi


Nýjasta raddstýringartækni. Nú líka í nýja GLS.

Þú þarft aðeins að segja tvö stutt orð: „Hey Mercedes“. Þá verður raddstýringarkerfið LINGUATRONIC virkt, sem lærir með tímanum, skilur nánast hvert orð og getur meira að segja unnið úr óbeinum skipunum. Miðstöðin bregst til dæmis við setningunni „Mér er kalt“ og stillir á hærra hitastig.

Myndin sýnir innanrými nýja Mercedes-Benz GLS SUV.

In-Car-Communication


Spjallaðu í ró og næði. Hvar sem þú situr í bílnum.

Ásamt Burmester®-hljóðkerfi býður nýi GLS upp á tveggja þátta In-Car-Communication-raddmögnun. Hljóðnemar greina allt sem sagt er og koma því greinilega til skila í gegnum hátalara bílsins. Þannig er hægt að spjalla með þægilegum hætti sama hvar setið er í bílnum.

In-Car-Communication


Spjallaðu í ró og næði. Hvar sem þú situr í bílnum.

Ásamt Burmester®-hljóðkerfi býður nýi GLS upp á tveggja þátta In-Car-Communication-raddmögnun. Hljóðnemar greina allt sem sagt er og koma því greinilega til skila í gegnum hátalara bílsins. Þannig er hægt að spjalla með þægilegum hætti sama hvar setið er í bílnum.

Myndin sýnir innanrými nýja Mercedes-Benz GLS SUV.

MBUX-viðbótarveruleiki fyrir leiðsögukerfi


Meiri sýnilegar upplýsingar, aukið öryggi í akstri. Með MBUX-viðbótarveruleika fyrir leiðsögukerfi.

MBUX-viðbótarveruleiki fyrir leiðsögukerfi hjálpar þér að komast leiðar þinnar við flókin akstursskilyrði. Kerfið, sem er fáanlegt sem aukabúnaður, myndar umhverfi bílsins með myndavél og tengir síðan saman lifandi mynd og hagnýtar umferðarupplýsingar og sýnir á margmiðlunarskjánum.

MBUX-viðbótarveruleiki fyrir leiðsögukerfi


Meiri sýnilegar upplýsingar, aukið öryggi í akstri. Með MBUX-viðbótarveruleika fyrir leiðsögukerfi.

MBUX-viðbótarveruleiki fyrir leiðsögukerfi hjálpar þér að komast leiðar þinnar við flókin akstursskilyrði. Kerfið, sem er fáanlegt sem aukabúnaður, myndar umhverfi bílsins með myndavél og tengir síðan saman lifandi mynd og hagnýtar umferðarupplýsingar og sýnir á margmiðlunarskjánum.

Myndin sýnir margmiðlunarskjáinn í nýja Mercedes-Benz GLS SUV.

Head-up-Display


Head-up-Display varpar upplýsingum í beinni sjónlínu ökumanns.

Með valfrjálsa Head-up-Display í nýja GLS hefur þú allar mikilvægar upplýsingar beint fyrir augum. Það er gert með 24 x 8 cm stórri sýndarmynd sem er varpað í sjónlínu ökumanns og virðist svífa yfir vélarhlífinni í tveggja metra fjarlægð. Þannig getur ökumaður alltaf haft hugann við aksturinn.

Head-up-Display


Head-up-Display varpar upplýsingum í beinni sjónlínu ökumanns.

Með valfrjálsa Head-up-Display í nýja GLS hefur þú allar mikilvægar upplýsingar beint fyrir augum. Það er gert með 24 x 8 cm stórri sýndarmynd sem er varpað í sjónlínu ökumanns og virðist svífa yfir vélarhlífinni í tveggja metra fjarlægð. Þannig getur ökumaður alltaf haft hugann við aksturinn.

Myndin sýnir Head-up-Display í nýja Mercedes-Benz GLS SUV.

MBUX-afþreyingarkerfi fyrir aftursæti


Aðeins það besta fyrir farþegana þína: MBUX-afþreyingarkerfi fyrir aftursæti.

Með MBUX-afþreyingarkerfinu fyrir aftursæti, sem er aukabúnaður, geta farþegar þínir notið ferðarinnar með afþreyingu að eigin vali. Það býður upp á tvo háskerpusnertiskjái til að horfa á kvikmyndir, hlusta á tónlist, skoða vefsíður, hringja eða breyta þægindastillingum.

MBUX-afþreyingarkerfi fyrir aftursæti


Aðeins það besta fyrir farþegana þína: MBUX-afþreyingarkerfi fyrir aftursæti.

Með MBUX-afþreyingarkerfinu fyrir aftursæti, sem er aukabúnaður, geta farþegar þínir notið ferðarinnar með afþreyingu að eigin vali. Það býður upp á tvo háskerpusnertiskjái til að horfa á kvikmyndir, hlusta á tónlist, skoða vefsíður, hringja eða breyta þægindastillingum.

Myndin sýnir aðra sætaröð nýja Mercedes-Benz GLS SUV.

Þægindabúnaðarpakkar


Þægindabúnaður sem er sniðinn að þér og þínum þörfum.

Þægindabúnaðarpakkar


Þægindabúnaður sem er sniðinn að þér og þínum þörfum.

Offroad-tæknipakki

Með Offroad-tæknipakkanum upplifirðu snerpu og stöðugleika í fullkomnu jafnvægi.

Pakki fyrir hljóðvist og þægindi

Njóttu einstakrar hljóðvistar í akstri.

ENERGIZING-pakkinn

ENERGIZING-pakkinn býður upp á þægindi fyrir öll skilningarvit.

ENERGIZING Plus-pakkinn

Þessi pakki býður upp á fyrsta flokks þægindi fyrir öll skilningarvit.

AIR-BALANCE-pakki

AIR-BALANCE-pakkinn býður upp á magnaða ilmupplifun í bílnum.

Þægindapakki Plus fyrir aftursæti

Með þægindapakka Plus fyrir aftursæti verður önnur sætaröðin að fyrsta farrými.

Hita- og þægindapakki

Hita- og þægindapakkinn er aukabúnaður sem vermir valdar einingar innanrýmisins á örskotsstundu.

AIRMATIC-pakkinn

Í AIRMATIC-pakkanum mætast stillanlegt fjöðrunarkerfi og nútímaleg loftfjöðrun.

KEYLESS-GO-þægindapakki

Hámarksþægindi í daglegum akstri.

Minnispakki

Minnispakkinn býður upp á mikil þægindi við stillingar.

Reykingapakki

Inniheldur kveikjara og lausan öskubakka.

Tæknipakki

Mesta mögulega tæknigeta í pakka.

Þægindaaukabúnaður


Hámarksþægindi eftir þínu höfði.

Þægindaaukabúnaður


Hámarksþægindi eftir þínu höfði.

    Panorama-þaklúga

    Myndin sýnir Panorama-þaklúgu nýja Mercedes-Benz GLS SUV.

    Hvort sem hún er opin eða lokuð: Með Panorama-þaklúgunni upplifir þú heillandi frelsistilfinningu og nýtur þægilegrar birtu í innanrýminu. Stór þaklúgan hefur einnig mikil áhrif á ytra útlit bílsins, því hún gefur honum létt og fágað yfirbragð.

    E-ACTIVE BODY CONTROL

    Myndin sýnir E-ACTIVE BODY CONTROL í nýja Mercedes-Benz GLS SUV.

    Framúrskarandi aksturseiginleikar við allar aðstæður: Í E-ACTIVE BODY CONTROL fara saman þægindi, nákvæmni og kraftur – ásamt einstökum torfærueiginleikum. Upplifðu nútímalegan og virkan undirvagn sem dregur úr höggum, veltingi og hristingi. Á öllum vegum og vegleysum. Við góð og slæm akstursskilyrði.

    Vandað Burmester® 3D-Surround-hljóðkerfi

    Myndin sýnir hátalara vandaða Burmester® 3D-Surround-hljóðkerfisins í nýja Mercedes-Benz GLS SUV.

    Hljómgæði eins og í lúxushljómtækjum fyrir heimili. Hátalarar í innri þakklæðningu skapa þrívíðan hljóm. Þú stjórnar kerfinu eins og þinni eigin hljómsveit – með VIP-stillingum fyrir tiltekin sæti eða stílstillingum á borð við „Live“ og „Easy Listening“.