Hápunktar
Bílar gerast ekki öruggari.
Hátæknivæddari og nákvæmari en nokkru sinni fyrr léttir nýi GLS undir með ökumanni og dregur úr hættu með virkum hætti.
Hápunktar
Bílar gerast ekki öruggari.
Hátæknivæddari og nákvæmari en nokkru sinni fyrr léttir nýi GLS undir með ökumanni og dregur úr hættu með virkum hætti.

Kynntu þér framsækinn öryggisbúnað nýja Mercedes-Benz GLS SUV nánar.

Akstursaðstoðarpakki Plus
Nútímalegir akstursaðstoðarpakkar aðstoða ökumann við að haga hraða eftir aðstæðum hverju sinni, stýra, skipta um akrein, hemla, taka aftur af stað í umferðarteppu og komast hjá árekstri.

Bílastæðapakki með 360° myndavél
Bílastæðaaðstoðin með 360° myndavél auðveldar bæði bílastæðisleitina og að leggja í og fara úr stæði. Þú getur valið á milli þess að leggja í stæði sjálf(ur) á öruggan hátt með útsýni allan hringinn eða að láta leggja fyrir þig með lítilli fyrirhöfn.

Eftirvagnsaðstoð
Með eftirvagnsaðstoðinni bakkarðu eftirvagninum af nákvæmni og öryggi. Það kemur sér svo sannarlega vel fyrir þá sem hafa litla reynslu af því að aka með eftirvagn.

MULTIBEAM LED
Skynvædd aðalljósin bregðast við aðstæðum hverju sinni með ljósdíóðum sem hægt er að stýra hverri fyrir sig, ULTRA RANGE-háljósin auka lýsingu fram á veg upp að hámarki og beygjuljósin lýsa sjónsviðið upp eins og best verður á kosið.