Þægindi.

Meira rými fyrir það sem býr hið innra.

Myndin sýnir innanrými Mercedes-Benz GLE SUV.

Kynntu þér hápunkta GLE af eigin raun.

Sestu inn.

Sestu inn.

Myndin sýnir Mercedes-Benz GLE SUV frá hlið.

Langar þig til að kynnast GLE betur?

Pantaðu reynsluakstur núna.

Pantaðu reynsluakstur núna.

Notendaviðmót


MBUX (Mercedes-Benz User Experience).

Nýi GLE er fyrsti SUV-bíllinn með hinu byltingarkennda upplýsinga- og afþreyingarkerfi MBUX. Hann er meðal annars með náttúrulegt raddstýringarkerfi og snertiskjá og þar að auki lærir hann með hverri ferð meira um venjur bílstjórans og það sem honum líkar best.

Notendaviðmót


MBUX (Mercedes-Benz User Experience).

Nýi GLE er fyrsti SUV-bíllinn með hinu byltingarkennda upplýsinga- og afþreyingarkerfi MBUX. Hann er meðal annars með náttúrulegt raddstýringarkerfi og snertiskjá og þar að auki lærir hann með hverri ferð meira um venjur bílstjórans og það sem honum líkar best.

Myndbandið sýnir virkni upplýsinga- og afþreyingarkerfisins MBUX í Mercedes-Benz GLE SUV.
Myndbandið sýnir virkni upplýsinga- og afþreyingarkerfisins MBUX í Mercedes-Benz GLE SUV.
Spila aftur

Aksturseiginleikar


Gætum við fengið þögn, takk. Fyrir eina nútímalegustu fjöðrun í heimi.

GLE ekur af öryggi í hvaða aðstæðum sem er. En með nýju E-ACTIVE BODY CONTROL-fjöðruninni ná þægindin alveg nýju stigi.

Aksturseiginleikar


Gætum við fengið þögn, takk. Fyrir eina nútímalegustu fjöðrun í heimi.

GLE ekur af öryggi í hvaða aðstæðum sem er. En með nýju E-ACTIVE BODY CONTROL-fjöðruninni ná þægindin alveg nýju stigi.

Myndin sýnir Mercedes-Benz GLE SUV ofan frá.
  • Fjöðrun

    Fullvirk E-ACTIVE BODY CONTROL-fjöðrun.

    Fullvirk E-ACTIVE BODY CONTROL-fjöðrun.

    Með nýju fullvirku E-ACTIVE BODY CONTROL-loftfjöðruninni höfum við raðað saman framsæknustu og hugvitsamlegustu fjöðrunartækni okkar og úr verður heillandi akstursupplifun.

    Í aksturskerfinu „Curve“ getur bíllinn hallað sér inn í beygjuna á virkan hátt. Það lágmarkar álag sem verkar þvert á bílinn og eykur þægindi og snerpu svo um munar. Í aksturskerfinu „Comfort“ greinir ROAD SURFACE SCAN akbrautina fram undan með þrívíddarmyndavél. Demparaleggjum er þá stjórnað þannig að ójöfnur á veginum hafa sem minnst áhrif á hreyfingu yfirbyggingarinnar. Einnig er hægt að velja aksturskerfin „Sport“ og „Offroad“.

  • Vélar

    Skilvirkari enn nokkru sinni. Ný kynslóð véla.

    Skilvirkari enn nokkru sinni. Ný kynslóð véla.

    Hröðun GLE er öflugri og skilvirkari með nýjum vélum. Úrvalið nær frá fjögurra strokka dísilvél til silkimjúkrar og hugvitsamlega rafvæddrar sex strokka línuvélar[**] og til hreint ótrúlegrar V8-vélar.


    Nýju fjögurra og sex strokka dísilvélarnar bjóða upp á mikla sparneytni og lipurð fyrir hvert aflþrep. Ný sex strokka línuvél er síðan skemmtileg viðbót sem býður upp á enn fágaðri drifkraft.

    Nýju rafvæddu bensínvélarnar sem sex strokka línuvélar og sem V8-vélar hafa, til viðbótar við forþjöppuna, innbyggðan startararafal, rafknúna viðbótarþjöppu og 48 volta rafkerfi. Innbyggður rafmótor í formi EQ Boost aðstoðar brunahreyfilinn meðal annars við hröðun með allt að 612 hö. aukalegum afköstum sem og 850 Nm togi og sér 48 volta rafkerfinu fyrir orku með endurnýtingu orku.

    Þar að auki eru allar vélarnar með 9G-TRONIC-sjálfskiptinguna sem og 4MATIC-fjórhjóladrifið.

  • 4MATIC

    Fjórhjóladrif með breytilegri dreifingu á langveginn.

    Fjórhjóladrif með breytilegri dreifingu á langveginn.

    Svo öruggt sé að taka af stað á sleipu undirlagi dreifir kerfið snúningsvæginu varanlega á milli fram- og afturöxuls. Einnig er dregið umtalsvert úr yfir- og undirstýringu þegar ekið er skarplega í beygjum.

    Sítengt 4MATIC-fjórhjóladrifið með rafræna veggripskerfinu 4ETS gefur framúrskarandi torfærueiginleika og frábært tog á lausu undirlagi sem og í snjó eða krapi. Til að fá tilfinnanlega meiri akstursgetu getur kerfið í nýja GLE, eftir gerðum, dreift drifkraftinum mismikið á milli fram- og afturöxuls.

Þægindabúnaðarpakkar


Þægindabúnaður sem er sniðinn að þér og þínum þörfum.

Þægindabúnaðarpakkar


Þægindabúnaður sem er sniðinn að þér og þínum þörfum.

Pakki fyrir hljóðvist og þægindi

Hljóðeinangrun pakkans fyrir hljóðvist og þægindi dregur úr truflandi hljóðum sem koma utan frá.

KEYLESS-GO-þægindapakki

Gerir kleift að opna bílinn og læsa honum með því einu að snerta hurðarhúninn.

ENERGIZING-pakkinn

ENERGIZING-pakkinn er nýjung sem býður upp á þægindi fyrir öll skilningarvitin.

ENERGIZING Plus-pakkinn

ENERGIZING Plus-pakkinn býður upp á fyrsta flokks þægindi fyrir öll skilningarvit.

AIR-BALANCE-pakkinn

AIR-BALANCE-pakkinn býður upp á magnaða ilmupplifun.

Hita- og þægindapakki

Hita- og þægindapakkinn er aukabúnaður sem vermir valdar einingar innanrýmisins á örskotsstundu.

Minnispakki

Stillingar sæta eru vistaðar og kallaðar fram eftir þörfum.

Tenging fyrir snjallsíma

Tengingin fyrir snjallsíma tengir snjallsímann við margmiðlunarkerfið.

Offroad-tæknipakki

Í þessum pakka er að störfum stillanlegt fjórhjóladrif með lágu drifi.

Þægindaaukabúnaður


Hámarksþægindi eftir þínu höfði.

Þægindaaukabúnaður


Hámarksþægindi eftir þínu höfði.

    Multicontour-framsæti fyrir ökumann og farþega

    Myndin sýnir Multicontour-framsæti fyrir ökumann og farþega í Mercedes-Benz GLE SUV.

    Klæðskerasniðin og dekra við þig: Þessi sæti bjóða upp á fjölda stillingamöguleika og eiginleika sem auka vellíðan þína. Þau falla fullkomlega að líkamanum. Nýstárlegir hliðarpúðar veita mikinn hliðarstuðning. Stillanleg loftræsting í sætunum og þægileg nuddáhrif gera hverja ferð að sælustund.

    ENERGIZING Plus-pakkinn

    Myndin sýnir margmiðlunarskjáinn í Mercedes-Benz GLE SUV.

    ENERGIZING Plus-pakkinn er nýjung sem býður upp á fyrsta flokks þægindi fyrir öll skilningarvit. Í honum kemur saman rjóminn af fyrsta flokks útbúnaði fullum af framsæknu hugviti. Niðurstaðan er hrífandi: Mercedes-bíllinn þinn getur fyllt þig orku og dekrað við þig. Svo þú hafir meira úthald undir stýri og ferðin verði þægileg.

    MBUX-innanrýmisaðstoð

    Myndin sýnir myndræna framsetningu MBUX Innovation-pakkans.

    Stafræn stjórnstöð fyrir innanrýmið: Með þessum pakka bætir þú við eiginleika stjórnrýmisins og MBUX-margmiðlunarkerfisins. Samsetning nýstárlegs og gamalreynds útbúnaðar býður upp á þægilega stjórnun og ítarlega akstursleiðsögn.