Snjall rafknúinn akstur.

Velkomin(n) í heim Mercedes-Benz EQ-rafbílanna.

EQ - rafbílar


Hreinræktaður rafknúinn akstur með Mercedes-Benz EQ-gerðunum.

EQ - rafbílar


Hreinræktaður rafknúinn akstur með Mercedes-Benz EQ-gerðunum.

Þegar bíllinn gengur eingöngu fyrir rafmagni felur það í sér útblásturslausan og nánast hljóðlausan akstur og framúrskarandi snerpu. Allt í allt: Ný aksturstilfinning og akstursmáti sem vísar veginn til framtíðar og minnir á frumkvöðlastarfið fyrir 130 árum síðan.

Mercedes-Benz EQ-gerðir


Kraftmikill, lipur, nánast hljóðlaus og laus við útblástur.

Allt frá fjölskylduvænum fjölnotabílum til sportlegra jeppa. Í fjölbreyttu úrvali hreinræktaðra rafbíla frá Mercedes-Benz finna allir eitthvað við sitt hæfi.

Mercedes-Benz EQ-gerðir


Kraftmikill, lipur, nánast hljóðlaus og laus við útblástur.

Allt frá fjölskylduvænum fjölnotabílum til sportlegra jeppa. Í fjölbreyttu úrvali hreinræktaðra rafbíla frá Mercedes-Benz finna allir eitthvað við sitt hæfi.

  Nýi Mercedes-Benz EQC.

  EQC fyrir framan múrvegg

  Stendur undir miklum væntingum: Fyrsti bíllinn af gerðinni EQ sem gengur eingöngu fyrir rafhlöðu býður ekki aðeins upp á fyrsta flokks öryggi og þægindi, heldur bjóða tveir rafmótorar á fram- og afturöxli einnig upp á mikinn kraft og lipurð í akstri. Auk þess býður Mercedes me upp á yfirgripsmikla þjónustu fyrir allt sem tengist áhyggjulausum, rafknúnum akstri.

  Nýi Mercedes-Benz EQV.

  Myndin sýnir EQV hjá Mercedes-Benz-vegghleðslustöð.

  Hönnunareiningar sem voru sérstaklega þróaðar fyrir EQ-línuna gefa EQV 300[1] framsækið og heillandi yfirbragð – bæði að utan og innan. Eitt stendur þó óbreytt, en það er nokkuð sem þú hefur alltaf mátt búast við af stórum eðalvagni frá Mercedes-Benz: EQV 300[1] dekrar einnig við þig með þægindum og virkni sem er svo einkennandi fyrir vörumerkið.

  EQC 400 4MATIC: Raforkunotkun í kWh/100 km (í blönduðum akstri): 20,8-19,7; CO2-losun í g/km (í blönduðum akstri): 0.<p>Upplýsingar um raforkunotkun og drægi eru til bráðabirgða en þær voru reiknaðar út af tækniþjónustu fyrir vottunarferli samkvæmt viðmiðum 101. reglugerðar efnahagsnefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir Evrópu. EB-gerðarviðurkenning og samræmisvottorð með opinberum gildum liggja ekki enn fyrir. Frávik geta verið á milli upplýsinganna og opinberu gildanna.</p>

  EQV 300: Raforkunotkun í kWh/100 km: 27,0; CO2-losun í g/km (í blönduðum akstri): 0.<p>Upplýsingar um raforkunotkun og drægi eru til bráðabirgða en þær voru reiknaðar út af tækniþjónustu fyrir vottunarferli samkvæmt viðmiðum 101. reglugerðar efnahagsnefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir Evrópu. EB-gerðarviðurkenning og samræmisvottorð með opinberum gildum liggja ekki enn fyrir. Frávik geta verið á milli upplýsinganna og opinberu gildanna.</p>

  Alrafknúið drif


  Kynntu þér íhluti alrafknúna drifsins.

  Alrafknúið drif


  Kynntu þér íhluti alrafknúna drifsins.

  Hleðslukerfi

  Snjallt hleðslukerfi sér til þess að hægt er að hlaða rafhlöðuna með öllum algengustu hleðslumöguleikum. Meðal annars heimilisinnstungum, vegghleðslustöðvum, hleðslustöðvum með riðstraumi (AC) og hraðhleðslustöðvum (DC).

  Í bílnum er innbyggt hleðslutæki sem stjórnar hleðslu með almenna veitukerfinu. Við það umbreytir hann riðspennu (AC) yfir í jafnspennu (DC). Auk möguleikans á því að hlaða með „venjulegri“ rafmagnsinnstungu (AC) er einnig hægt að hlaða bílinn með DC-hleðslustöðvum (hraðhleðslustöðvum).

  Háspennu-litíumjónarafhlaða

  Háspennu-litíumjónarafhlaðan er aðalorkugjafinn fyrir rafmagnsdrifið. Bæði drægi og afköst bílsins ráðast af eiginleikum rafhlöðunnar.

  Rafhlaðan er hlaðin með straumi úr veitukerfi utan frá. Orka er einnig endurnýtt við hemlun og þegar bíllinn er látinn renna. Rafhlaðan er staðsett undir gólfi bílsins svo þyngdarmiðja bílsins verði lág og sem best með tilliti til aksturseiginleika.

  Rafmótor

  Hvor rafmótorinn fyrir sig á fram- og afturöxli umbreytir raforku úr háspennurafhlöðunni í hreyfiorku og býður upp á tilkomumikinn drifkraft þegar við fyrsta snúning.

  Til að draga úr raforkunotkun og bæta akstursgetu er skilvirkri dreifingu drifkrafts stjórnað stiglaust milli fram- og afturöxuls.

  Hemlakerfi sem endurheimtir orku

  Til þess að auka drægið: Áhrifarík leið til að draga úr eldsneytisnotkun felst í að endurnýta sem mesta orku við hemlun og þegar bíllinn er látinn renna.

  Það er gert með því að dreifa hemlunarvæginu á snjallan og sem áhrifamestan hátt. Þegar stigið er á hemlafetilinn tekur rafmótorinn við að minnka hraðann og virkar þannig eins og rafall. Auk þess er hægt að stjórna því hversu mikil orka er endurnýtt í nokkrum þrepum með gírskiptirofunum í stýrinu.

  Leiðin að rafknúna Mercedes-Benz-bílnum þínum

  Mercedes-Benz-söluaðilinn þinn

  Fáðu EQC-fréttir á undan öðrum