Mercedes-Benz EQ.

Velkomin í veröld rafknúins aksturs hjá Mercedes-Benz.

EQ - rafbílar


Hreinræktaður rafknúinn akstur með Mercedes-Benz EQ.

EQ - rafbílar


Hreinræktaður rafknúinn akstur með Mercedes-Benz EQ.

Þegar bíllinn gengur eingöngu fyrir rafmagni felur það í sér útblásturslausan, nánast hljóðlausan akstur og framúrskarandi snerpu. Allt í allt ný aksturstilfinning og akstursmáti sem vísar veginn til framtíðar.

Mercedes-Benz EQ


Kraftmikill, lipur, nánast hljóðlaus og laus við útblástur.

Allt frá fjölskylduvænum fjölnotabílum til sportlegra jeppa. Í fjölbreyttu úrvali hreinræktaðra rafbíla frá Mercedes-Benz finna allir eitthvað við sitt hæfi.

Mercedes-Benz EQ


Kraftmikill, lipur, nánast hljóðlaus og laus við útblástur.

Allt frá fjölskylduvænum fjölnotabílum til sportlegra jeppa. Í fjölbreyttu úrvali hreinræktaðra rafbíla frá Mercedes-Benz finna allir eitthvað við sitt hæfi.

    Nýr Mercedes-Benz EQC.

    EQC fyrir framan múrvegg

    Fyrsti rafbíllinn úr nýrri EQ línu Mercedes-Benz. EQC býður uppá fyrsta flokks öryggi og þægindi en jafnframt mikinn kraft og lipurð í akstri.

    Nýr Mercedes-Benz EQV.

    Myndin sýnir EQV hjá Mercedes-Benz-vegghleðslustöð.

    Framsækið og heillandi yfirbragð, bæði að utan og innan. EQV dekrar við þig með góðu rými, þægindum og tæknilegri virkni.

    Rafknúin tækni


    Kynntu þér rafknúna tækni

    Rafknúin tækni


    Kynntu þér rafknúna tækni
    Hleðslukerfi

    Snjallt hleðslukerfi sér til þess að hægt er að hlaða rafhlöðuna með öllum algengustu hleðslumöguleikum. Meðal annars vegghleðslustöðvum, hleðslustöðvum með riðstraumi (AC) og hraðhleðslustöðvum (DC).

    Í bílnum er innbyggt hleðslutæki sem stjórnar hleðslu með almenna veitukerfinu. Við það umbreytir hann riðspennu (AC) yfir í jafnspennu (DC). Auk möguleikans á því að hlaða með heimahleðslustöð (AC) er einnig hægt að hlaða bílinn með DC-hleðslustöðvum (hraðhleðslustöðvum).

    Háspennu-litíumjónarafhlaða

    Háspennu-litíumjónarafhlaðan er aðalorkugjafinn fyrir rafmagnsdrifið. Bæði drægi og afköst bílsins ráðast af eiginleikum rafhlöðunnar.

    Rafhlaðan er hlaðin með straumi úr veitukerfi utan frá. Orka er einnig endurnýtt við hemlun og þegar bíllinn er látinn renna. Rafhlaðan er staðsett undir gólfi bílsins svo þyngdarmiðja bílsins verði lág og sem best með tilliti til aksturseiginleika.

    Rafmótor

    Hvor rafmótorinn fyrir sig á fram- og afturöxli umbreytir raforku úr háspennurafhlöðunni í hreyfiorku og býður upp á tilkomumikinn drifkraft þegar við fyrsta snúning.

    Til að draga úr raforkunotkun og bæta akstursgetu er skilvirkri dreifingu drifkrafts stjórnað stiglaust milli fram- og afturöxuls.

    Hemlakerfi sem endurheimtir orku

    Til þess að auka drægið: Áhrifarík leið til að draga úr eldsneytisnotkun felst í að endurnýta sem mesta orku við hemlun og þegar bíllinn er látinn renna.

    Það er gert með því að dreifa hemlunarvæginu á snjallan og sem áhrifamestan hátt. Þegar stigið er á hemlafetilinn tekur rafmótorinn við að minnka hraðann og virkar þannig eins og rafall. Auk þess er hægt að stjórna því hversu mikil orka er endurnýtt í nokkrum þrepum með gírskiptirofunum í stýrinu.